Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2023 15:44 Ljóstrað hefur verið upp um kynferðisbrot kaþólskra presta í fjölda landa á undanförnum árum. Spánn gengur nú í gegnum sitt eigið uppgjör á syndum kirkjunnar manna. Vísir/Getty Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni hafa verið í sviðsljósinu eftir að dagblaðið El País greindi frá fleir en tólf hundruð tilfellum árið 2021. Sambærileg uppgjör hafa átt sér stað víða annars staðar á undanförnum árum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Írlandi. „Við viðurkennum þann skaða sem var valdið. Við viljum hjálpa öllum fórnarlömbunum, fylgja þeim á meðan sár þeirra gróa,“ sagði José Gabriel Vera, talsmaður spænsku biskupastefnunnar, þegar skýrsla um innri rannsókn kirkjunnar var kynnt í dag. Reuters-fréttastofan segir að skýrslan byggi á framburði fórnarlamba og hún sanni hvorki sekt né sakleysi kirkjunnar manna. Nærri því allir meintu gerendurnir voru karlar, flestir þeirra prestar. Meira en 63 prósent þeirra eru látin. Flest fórnarlömbin voru einnig karlar. Þrjú af hverjum fjórum brotum áttu sér stað fyrir árið 1990. Flest þeirra áttu sér stað í skólum, prestaskólum og safnaðarheimilum. Vera sagði að kirkjuna fýsti að vita hvað fór úrskeiðis við val á prestum og þjálfun þeirra. Ætlun hennar er að uppfæra skýrsluna reglulega. Telja ekki mark takandi á rannsókn kirkjunnar El País segir að raunverulegur fjöldi fórnarlamba kirkjunnar sé mun hærri. Skýrslan nái aðeins til brota sem hafa verið skráð frá 2019, ekki þeirra sem kirkjan hafði vitneskju um fyrir það. Rannsóknir á kynferðisofbeldi kaþólskra presta og annarra starfsmanna kirkjunnar í öðrum löndum hafa leitt í ljós að það hafi verið mun útbreiddara en skýrsla spænsku kirkjunnar gefur tilefni til að ætla. Í Frakklandi ályktaði opinber nefnd að um 330.000 börn hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kirkjunnar á árunum 1950 til 2020. Í Portúgal taldi sérfræðinganefnd að hátt í fimm þúsund manns hefðu verið misnotaðir sem börn. Embætti umboðsmanns rannsakar einnig kynferðisbrotin að ósk spænska þingsins. Fyrr á þessu ári sagðist umboðsmaður hafa safnað framburði 445 fórnarlamba og að rannsóknin héldi áfram. Ríkissaksóknari Spánar tjáði embættinu í fyrra að innri rannsókn kirkjunnar væri hlutdræg og að lítið væri hægt að byggja á henni. Biskupar kirkjunnar reyndu að halda eftir sönnunargögnum. Biskuparnir mótmæltu því, að sögn AP-fréttastofunnar. Spánn Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni hafa verið í sviðsljósinu eftir að dagblaðið El País greindi frá fleir en tólf hundruð tilfellum árið 2021. Sambærileg uppgjör hafa átt sér stað víða annars staðar á undanförnum árum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Írlandi. „Við viðurkennum þann skaða sem var valdið. Við viljum hjálpa öllum fórnarlömbunum, fylgja þeim á meðan sár þeirra gróa,“ sagði José Gabriel Vera, talsmaður spænsku biskupastefnunnar, þegar skýrsla um innri rannsókn kirkjunnar var kynnt í dag. Reuters-fréttastofan segir að skýrslan byggi á framburði fórnarlamba og hún sanni hvorki sekt né sakleysi kirkjunnar manna. Nærri því allir meintu gerendurnir voru karlar, flestir þeirra prestar. Meira en 63 prósent þeirra eru látin. Flest fórnarlömbin voru einnig karlar. Þrjú af hverjum fjórum brotum áttu sér stað fyrir árið 1990. Flest þeirra áttu sér stað í skólum, prestaskólum og safnaðarheimilum. Vera sagði að kirkjuna fýsti að vita hvað fór úrskeiðis við val á prestum og þjálfun þeirra. Ætlun hennar er að uppfæra skýrsluna reglulega. Telja ekki mark takandi á rannsókn kirkjunnar El País segir að raunverulegur fjöldi fórnarlamba kirkjunnar sé mun hærri. Skýrslan nái aðeins til brota sem hafa verið skráð frá 2019, ekki þeirra sem kirkjan hafði vitneskju um fyrir það. Rannsóknir á kynferðisofbeldi kaþólskra presta og annarra starfsmanna kirkjunnar í öðrum löndum hafa leitt í ljós að það hafi verið mun útbreiddara en skýrsla spænsku kirkjunnar gefur tilefni til að ætla. Í Frakklandi ályktaði opinber nefnd að um 330.000 börn hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kirkjunnar á árunum 1950 til 2020. Í Portúgal taldi sérfræðinganefnd að hátt í fimm þúsund manns hefðu verið misnotaðir sem börn. Embætti umboðsmanns rannsakar einnig kynferðisbrotin að ósk spænska þingsins. Fyrr á þessu ári sagðist umboðsmaður hafa safnað framburði 445 fórnarlamba og að rannsóknin héldi áfram. Ríkissaksóknari Spánar tjáði embættinu í fyrra að innri rannsókn kirkjunnar væri hlutdræg og að lítið væri hægt að byggja á henni. Biskupar kirkjunnar reyndu að halda eftir sönnunargögnum. Biskuparnir mótmæltu því, að sögn AP-fréttastofunnar.
Spánn Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira