Ferðamönnum fjölgar hratt á Spáni að nýju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júní 2023 14:31 Spænskur túrismi hefur að fullu náð vopnum sínum eftir þrengingar Covid19-farsóttarinnar. Myndin er frá Cadiz í Andalúsíu. Eduardo Briones/Getty Images Spánverjar reikna með að ferðamönnum fjölgi um 15% í sumar miðað við árið í fyrra. Þar með hefur spænsk ferðaþjónusta náð vopnum sínum að fullu síðan í Covid-faraldrinum og gott betur. Allt er orðið dýrara Útlitið er gott fyrir spænskan túrisma. Könnun á meðal 400 fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að búist er við 15% aukningu á pöntunum miðað við sumarið í fyrra. Hins vegar verður allt dýrara en áður. Talið er að flugfargjöld hafi hækkað að jafnaði um 10 til 15% auk þess sem mikil verðbólga hefur haft í för með sér hækkun á öllu sem heitið getur; gistingu, mat og öllu öðru. Og Spánverjar ætla líka að ferðast meira en í fyrra, en þá héldu margir að sér höndunum vegna mikillar verðbólgu, sem nú er í rénun. Helstu áfangastaðir Spánverja innanlands eru Balear-eyjarnar, Majorka og Ibiza, þá koma Kanaríeyjar og strendur Miðjarðahafsins. Þá er Madrid nú í fyrsta sinn nefnd með uppáhaldsáfangastöðum innfæddra. Spánverjar fara helst til Bandaríkjanna Fari Spánverjar í utanlandsreisu er vinsælast að fara til Bandaríkjanna og nágrannalanda í suðri; Egyptalands og Jórdaníu. Þá njóta nýir áfangastaðir á borð við Albaníu og Búlgaríu aukinna vinsælda. Spænskar ferðaskrifstofur óttast ekki að verðbólga og verðhækkanir fæli útlendinga frá því að koma til Spánar. Þeir koma flestir frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi og Bandaríkjamönnum fjölgar frá ári til árs. Útlendingar heimsækja helst austur- og suðurströndina, með öðrum orðum, þeir vilja liggja í sól og synda í sjónum. Þá er vinsælt að heimsækja stórborgirnar Madrid og Barcelona og svokallaðar vínferðir eða „rutas del vino“ verða æ vinsælli. Þingkosningar að sumri setja hugsanlega strik í reikninginn Þingkosningar fara í fyrsta sinn fram að sumri hér á Spáni í sumar, eftir þrjár vikur, þann 23. júlí. Starf við kjörstaði er þegnskylduvinna hér á Spáni og því óttast margir að verða fyrirvaralítið kallaðir til að sinna þeirri vinnu á kjördag. Það virðist þó ekki draga úr pöntunum Spánverja á sumarleyfisferðum, en spurningum hefur rignt inn til stjórnvalda um hvernig komast megi hjá þessari þegnskyldu, skyldi kallið koma. Spánn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Allt er orðið dýrara Útlitið er gott fyrir spænskan túrisma. Könnun á meðal 400 fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að búist er við 15% aukningu á pöntunum miðað við sumarið í fyrra. Hins vegar verður allt dýrara en áður. Talið er að flugfargjöld hafi hækkað að jafnaði um 10 til 15% auk þess sem mikil verðbólga hefur haft í för með sér hækkun á öllu sem heitið getur; gistingu, mat og öllu öðru. Og Spánverjar ætla líka að ferðast meira en í fyrra, en þá héldu margir að sér höndunum vegna mikillar verðbólgu, sem nú er í rénun. Helstu áfangastaðir Spánverja innanlands eru Balear-eyjarnar, Majorka og Ibiza, þá koma Kanaríeyjar og strendur Miðjarðahafsins. Þá er Madrid nú í fyrsta sinn nefnd með uppáhaldsáfangastöðum innfæddra. Spánverjar fara helst til Bandaríkjanna Fari Spánverjar í utanlandsreisu er vinsælast að fara til Bandaríkjanna og nágrannalanda í suðri; Egyptalands og Jórdaníu. Þá njóta nýir áfangastaðir á borð við Albaníu og Búlgaríu aukinna vinsælda. Spænskar ferðaskrifstofur óttast ekki að verðbólga og verðhækkanir fæli útlendinga frá því að koma til Spánar. Þeir koma flestir frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi og Bandaríkjamönnum fjölgar frá ári til árs. Útlendingar heimsækja helst austur- og suðurströndina, með öðrum orðum, þeir vilja liggja í sól og synda í sjónum. Þá er vinsælt að heimsækja stórborgirnar Madrid og Barcelona og svokallaðar vínferðir eða „rutas del vino“ verða æ vinsælli. Þingkosningar að sumri setja hugsanlega strik í reikninginn Þingkosningar fara í fyrsta sinn fram að sumri hér á Spáni í sumar, eftir þrjár vikur, þann 23. júlí. Starf við kjörstaði er þegnskylduvinna hér á Spáni og því óttast margir að verða fyrirvaralítið kallaðir til að sinna þeirri vinnu á kjördag. Það virðist þó ekki draga úr pöntunum Spánverja á sumarleyfisferðum, en spurningum hefur rignt inn til stjórnvalda um hvernig komast megi hjá þessari þegnskyldu, skyldi kallið koma.
Spánn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira