Bretland

Fréttamynd

Mad Max-leikarinn Hugh Kea­ys-Byrne er látinn

Breski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Keays-Byrne var helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk illmennisins Toecutter í fyrstu Mad Max myndinni frá 1979 þar sem Mel Gibson fór með aðalhlutverk.

Lífið
Fréttamynd

Járnfrúin vekur enn heitar tilfinningar

Margaret Thatcher vekur enn heitar tilfinningar meðal Breta en ákvörðun bæjarráðsins í heimabæ hennar Grantham um að verja 100.000 pundum í athöfn þar sem stytta af „Járnfrúnni“ verður afhjúpuð hefur myndað gjá meðal íbúa.

Erlent
Fréttamynd

Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta

Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Sögð ætla að nýta á­hrifa­valda í her­ferð fyrir bólu­efni

Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að semja við stórstjörnur og áhrifavalda með stærri fylgjendahópa í því skyni að hvetja fólk til þess að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum The Guardian verður einblínt á fólk sem nýtur trausts meðal almennings.

Erlent
Fréttamynd

Þýðingarmikil vika fyrir viðræðurnar

Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins munu halda viðræðum sínum áfram í vikunni í von um að ná samningi. Bretar verða ekki aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir áramót, en þeir yfirgáfu sambandið formlega þann 31. janúar síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Bíræfnir þjófar stálu jólunum

Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Orð ársins of mörg til að velja eitt

Forsvarsmenn Oxford-orðabókarinnar sjá sér ekki fært að velja eitt ákveðið orð sem orð ársins líkt og venja er. Þess í stað hafa mörg orð orðið fyrir valinu á þessu fordæmalausa ári.

Erlent