Lögreglan leitar tíu manna sem tóku þátt í óeirðum við Wembley Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 13:57 Óeirðir brutust út víða um Lundúnir eftir úrslitaleikinn milli Englands og Ítalíu síðastliðinn sunnudag. EPA-EFE/JOSHUA BRATT Lögreglan í Lundúnum hefur birt myndir af tíu mönnum sem tóku þátt í ofbeldi og óeirðum á Wembley leikvanginum í Lundúnum á úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu um síðustu helgi. Tveir öryggisverðir á Wembley voru handteknir í gærmorgun grunaðir um að hafa hleypt æstum fótboltaáhugamönnum inn á völlinn án þess að þeir ættu miða á leikinn. Lögreglan segir að mennirnir tíu sem hún leitar hafi svör við spurningum sem brenni á lögreglunni. Fréttastofa Guardian greinir frá. Úrslitaleikurinn fór fram í Lundúnum síðastliðinn sunnudag og var mikill æsingur meðal fótboltabulla. Hópur fótboltaaðdáenda brutu sér leið inn á Wembley áður en úrslitaleikurinn milli Englands og Ítalíu hófs. Miklar óeirðir tóku við eftir leikinn, ítalskir áhorfendur voru barðir og óorðum hreytt að þeim og tapsárir Englendingar réðust inn á ítalska veitingastaði og sneru þar öllu á hvolf Seint á sunnudagskvöld tilkynnti lögreglan í Lundúnum að hún væri þegar farin að fara yfir margra klukkustunda efni úr eftirlitsmyndavélum og búkmyndavélum lögreglumanna við Wembley. „Áfram verður unnið að því að bera kennsl á fólk sem talið er hafa brotið lög,“ sagði lögreglan í tilkynningu. „Rannsóknin er á frumstigi og frekari beiðnir og handtökur munu fylgja.“ Fimmtíu og einn var handtekinn í byrjun vikunnar í Lundúnum, þar á meðal 26 við Wembley leikvanginn. England EM 2020 í fótbolta Bretland Tengdar fréttir Öryggisverðir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleikinn Tveir öryggisverðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleik Evrópumótsins um síðustu helgi. 18. júlí 2021 10:16 Drakk óhóflega, neytti kókaíns og stakk blysi í rassinn á sér en sér ekki eftir neinu Gífurleg drykkja fór fram í London síðasta sunnudag þegar úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fór þar fram. Myndir og myndbönd af drykkjulátum og skemmdarverkum breskra fótboltabullna hafa vakið mikla athygli og fara sem eldur í sinu um internetið. Einn maður vakti sérstaka athygli þegar myndir af honum með neyðarblys í rassi fóru í dreifingu. 15. júlí 2021 11:41 Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Tveir öryggisverðir á Wembley voru handteknir í gærmorgun grunaðir um að hafa hleypt æstum fótboltaáhugamönnum inn á völlinn án þess að þeir ættu miða á leikinn. Lögreglan segir að mennirnir tíu sem hún leitar hafi svör við spurningum sem brenni á lögreglunni. Fréttastofa Guardian greinir frá. Úrslitaleikurinn fór fram í Lundúnum síðastliðinn sunnudag og var mikill æsingur meðal fótboltabulla. Hópur fótboltaaðdáenda brutu sér leið inn á Wembley áður en úrslitaleikurinn milli Englands og Ítalíu hófs. Miklar óeirðir tóku við eftir leikinn, ítalskir áhorfendur voru barðir og óorðum hreytt að þeim og tapsárir Englendingar réðust inn á ítalska veitingastaði og sneru þar öllu á hvolf Seint á sunnudagskvöld tilkynnti lögreglan í Lundúnum að hún væri þegar farin að fara yfir margra klukkustunda efni úr eftirlitsmyndavélum og búkmyndavélum lögreglumanna við Wembley. „Áfram verður unnið að því að bera kennsl á fólk sem talið er hafa brotið lög,“ sagði lögreglan í tilkynningu. „Rannsóknin er á frumstigi og frekari beiðnir og handtökur munu fylgja.“ Fimmtíu og einn var handtekinn í byrjun vikunnar í Lundúnum, þar á meðal 26 við Wembley leikvanginn.
England EM 2020 í fótbolta Bretland Tengdar fréttir Öryggisverðir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleikinn Tveir öryggisverðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleik Evrópumótsins um síðustu helgi. 18. júlí 2021 10:16 Drakk óhóflega, neytti kókaíns og stakk blysi í rassinn á sér en sér ekki eftir neinu Gífurleg drykkja fór fram í London síðasta sunnudag þegar úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fór þar fram. Myndir og myndbönd af drykkjulátum og skemmdarverkum breskra fótboltabullna hafa vakið mikla athygli og fara sem eldur í sinu um internetið. Einn maður vakti sérstaka athygli þegar myndir af honum með neyðarblys í rassi fóru í dreifingu. 15. júlí 2021 11:41 Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Öryggisverðir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleikinn Tveir öryggisverðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleik Evrópumótsins um síðustu helgi. 18. júlí 2021 10:16
Drakk óhóflega, neytti kókaíns og stakk blysi í rassinn á sér en sér ekki eftir neinu Gífurleg drykkja fór fram í London síðasta sunnudag þegar úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fór þar fram. Myndir og myndbönd af drykkjulátum og skemmdarverkum breskra fótboltabullna hafa vakið mikla athygli og fara sem eldur í sinu um internetið. Einn maður vakti sérstaka athygli þegar myndir af honum með neyðarblys í rassi fóru í dreifingu. 15. júlí 2021 11:41
Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32