Hamilton beittur kynþáttaníði í kjölfar sigursins á Silverstone Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 08:01 Hamilton fagnar að lokinni keppni á Silverstone um helgina. Hann hefur alls fagnað átta sigrum þar á ferlinum. Bryn Lennon/Getty Images Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann dramatískan sigur á Silverstone-brautinni í Bretlandi í Formúlu 1 sem fram fór í gær. Var Hamilton beittur kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir sigurinn. Kappakstur gærdagsins var dramatískur svo vægt sé til orða tekið. Alls mættu 140 þúsund manns á Silverstone og sáu Hamilton lenda í árekstri við Max Verstappen strax á fyrsta hring. Hamilton fékk í kjölfarið 10 sekúndna refsingu en tókst samt að koma til baka og skjóta Charles Leclerc ref fyrir rass í lokin og landa sigrinum. Hamilton keppir fyrir Mercedes og eftir að liðið setti inn færslu á Instagram til að óska ökumanni sínum til hamingju rigndi inn miður fallegum skilaboðum. Sky Sports News greinir frá og segir í frétt þeirra að Facebook – móðurfélag Instagram – sé með málið til rannsóknar. Lewis Hamilton has been targeted with online racist abuse hours after winning the British Grand Prix for the eighth time.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 18, 2021 Formúla 1, FIA og Mercedes fordæma alla slíka hegðun og hafa gefið út tilkynningu þess efnis. Þar segir að ekkert pláss sé innan Formúlunnar fyrir einstaklinga sem beiti kynþáttaníði og að því þurfi að útrýma. Hamilton – sem er sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 – hefur talað gegn kynþáttaníði allan sinn feril. Nú síðast í kjölfar níðsins sem Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho urðu fyrir eftir að England tapaði gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Joint statement from Formula 1, the FIA and the Mercedes-AMG Petronas F1 Team: During, and after, yesterday s British Grand Prix, Lewis Hamilton was subjected to multiple instances of racist abuse on social media following an in-race collision.— F1 Media (@F1Media) July 19, 2021 Hann mun halda því áfram sem og baráttunni um áttunda heimsmeistaratitilinn. Formúla Kynþáttafordómar Bretland Tengdar fréttir Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16 Verstappen hundóánægður og sendir Hamilton pillu: „Vanvirðing og óíþróttamannsleg framkoma“ Baráttan um heimsmeistaratignina í Formúlu 1 hefur ekki verið jafnhörð í langan tíma og kappakstur dagsins gæti dregið dilk á eftir sér. 18. júlí 2021 20:28 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kappakstur gærdagsins var dramatískur svo vægt sé til orða tekið. Alls mættu 140 þúsund manns á Silverstone og sáu Hamilton lenda í árekstri við Max Verstappen strax á fyrsta hring. Hamilton fékk í kjölfarið 10 sekúndna refsingu en tókst samt að koma til baka og skjóta Charles Leclerc ref fyrir rass í lokin og landa sigrinum. Hamilton keppir fyrir Mercedes og eftir að liðið setti inn færslu á Instagram til að óska ökumanni sínum til hamingju rigndi inn miður fallegum skilaboðum. Sky Sports News greinir frá og segir í frétt þeirra að Facebook – móðurfélag Instagram – sé með málið til rannsóknar. Lewis Hamilton has been targeted with online racist abuse hours after winning the British Grand Prix for the eighth time.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 18, 2021 Formúla 1, FIA og Mercedes fordæma alla slíka hegðun og hafa gefið út tilkynningu þess efnis. Þar segir að ekkert pláss sé innan Formúlunnar fyrir einstaklinga sem beiti kynþáttaníði og að því þurfi að útrýma. Hamilton – sem er sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 – hefur talað gegn kynþáttaníði allan sinn feril. Nú síðast í kjölfar níðsins sem Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho urðu fyrir eftir að England tapaði gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Joint statement from Formula 1, the FIA and the Mercedes-AMG Petronas F1 Team: During, and after, yesterday s British Grand Prix, Lewis Hamilton was subjected to multiple instances of racist abuse on social media following an in-race collision.— F1 Media (@F1Media) July 19, 2021 Hann mun halda því áfram sem og baráttunni um áttunda heimsmeistaratitilinn.
Formúla Kynþáttafordómar Bretland Tengdar fréttir Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16 Verstappen hundóánægður og sendir Hamilton pillu: „Vanvirðing og óíþróttamannsleg framkoma“ Baráttan um heimsmeistaratignina í Formúlu 1 hefur ekki verið jafnhörð í langan tíma og kappakstur dagsins gæti dregið dilk á eftir sér. 18. júlí 2021 20:28 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16
Verstappen hundóánægður og sendir Hamilton pillu: „Vanvirðing og óíþróttamannsleg framkoma“ Baráttan um heimsmeistaratignina í Formúlu 1 hefur ekki verið jafnhörð í langan tíma og kappakstur dagsins gæti dregið dilk á eftir sér. 18. júlí 2021 20:28