Innlögnum fjölgar um 38,4 prósent milli vikna í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2021 16:12 Smituðum hefur fjölgað hratt í Bretlandi. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Alls greindust 46.558 með Covid-19 á Bretlandseyjum undanfarinn sólarhring og 96 dóu. Það er mesti fjöldi látinna þar frá 24. mars þegar 98 dóu. Í gær höfðu 39.950 greinst smitaðir og nítján dáið og síðasta þriðjudag höfðu 36.660 greinst smitaðir og 50 dóu. Þetta kemur fram í frétt Sky News þar sem segir einnig að undanfarna sjö daga hafi 4.500 verið lagðir inn á sjúkrahús og það samsvari 38,4 prósenta aukningu. Sóttvarnaraðgerðir voru felldar úr gildi á aðfaranótt mánudagsins síðasta. Ungir Bretar hafa þótt duglegir við að sækja skemmtistaði síðan en ríkisstjórn Bretlands vill að fleiri úr hópi ungs fólks láti bólusetja sig. Með það í huga var tilkynnt í dag að undir lok september verði það að vera bólusettur skilyrði við því að geta sótt fjölmenna staði eins og skemmtistaði. Í frétt Sky segir að rúm milljón skólabarna hafi ekki sótt skóla í síðustu viku vegna Covid-19. Þá fengu 35.670 sinn fyrsta skammt af bóluefni í gær og 143.560 manns fengu seinni skammtinn. Í heildina er búið að fullbólusetja 32,2 milljónir Breta. Faraldurinn þar hefur þó verið í mikilli uppsveiflu og er þar að mestu um Delta-afbrigðið að ræða. Það er sagt smitast auðveldar manna á milli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ávarpi í gær að faraldurinn væri alls ekki búinn og það væri mikilvægt að halda áfram skimun, smitrakningu og sóttkví. This pandemic is far from over and that is why it is essential to keep up the system of Test, Trace & Isolate.We will protect crucial services by making sure that a very small number of fully vaccinated, critical workers can leave isolation solely for work. pic.twitter.com/OPQ8TCourZ— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 19, 2021 Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Wales Tengdar fréttir Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45 Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Í gær höfðu 39.950 greinst smitaðir og nítján dáið og síðasta þriðjudag höfðu 36.660 greinst smitaðir og 50 dóu. Þetta kemur fram í frétt Sky News þar sem segir einnig að undanfarna sjö daga hafi 4.500 verið lagðir inn á sjúkrahús og það samsvari 38,4 prósenta aukningu. Sóttvarnaraðgerðir voru felldar úr gildi á aðfaranótt mánudagsins síðasta. Ungir Bretar hafa þótt duglegir við að sækja skemmtistaði síðan en ríkisstjórn Bretlands vill að fleiri úr hópi ungs fólks láti bólusetja sig. Með það í huga var tilkynnt í dag að undir lok september verði það að vera bólusettur skilyrði við því að geta sótt fjölmenna staði eins og skemmtistaði. Í frétt Sky segir að rúm milljón skólabarna hafi ekki sótt skóla í síðustu viku vegna Covid-19. Þá fengu 35.670 sinn fyrsta skammt af bóluefni í gær og 143.560 manns fengu seinni skammtinn. Í heildina er búið að fullbólusetja 32,2 milljónir Breta. Faraldurinn þar hefur þó verið í mikilli uppsveiflu og er þar að mestu um Delta-afbrigðið að ræða. Það er sagt smitast auðveldar manna á milli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ávarpi í gær að faraldurinn væri alls ekki búinn og það væri mikilvægt að halda áfram skimun, smitrakningu og sóttkví. This pandemic is far from over and that is why it is essential to keep up the system of Test, Trace & Isolate.We will protect crucial services by making sure that a very small number of fully vaccinated, critical workers can leave isolation solely for work. pic.twitter.com/OPQ8TCourZ— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 19, 2021
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Wales Tengdar fréttir Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45 Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02
Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40
Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45
Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38