Innlögnum fjölgar um 38,4 prósent milli vikna í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2021 16:12 Smituðum hefur fjölgað hratt í Bretlandi. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Alls greindust 46.558 með Covid-19 á Bretlandseyjum undanfarinn sólarhring og 96 dóu. Það er mesti fjöldi látinna þar frá 24. mars þegar 98 dóu. Í gær höfðu 39.950 greinst smitaðir og nítján dáið og síðasta þriðjudag höfðu 36.660 greinst smitaðir og 50 dóu. Þetta kemur fram í frétt Sky News þar sem segir einnig að undanfarna sjö daga hafi 4.500 verið lagðir inn á sjúkrahús og það samsvari 38,4 prósenta aukningu. Sóttvarnaraðgerðir voru felldar úr gildi á aðfaranótt mánudagsins síðasta. Ungir Bretar hafa þótt duglegir við að sækja skemmtistaði síðan en ríkisstjórn Bretlands vill að fleiri úr hópi ungs fólks láti bólusetja sig. Með það í huga var tilkynnt í dag að undir lok september verði það að vera bólusettur skilyrði við því að geta sótt fjölmenna staði eins og skemmtistaði. Í frétt Sky segir að rúm milljón skólabarna hafi ekki sótt skóla í síðustu viku vegna Covid-19. Þá fengu 35.670 sinn fyrsta skammt af bóluefni í gær og 143.560 manns fengu seinni skammtinn. Í heildina er búið að fullbólusetja 32,2 milljónir Breta. Faraldurinn þar hefur þó verið í mikilli uppsveiflu og er þar að mestu um Delta-afbrigðið að ræða. Það er sagt smitast auðveldar manna á milli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ávarpi í gær að faraldurinn væri alls ekki búinn og það væri mikilvægt að halda áfram skimun, smitrakningu og sóttkví. This pandemic is far from over and that is why it is essential to keep up the system of Test, Trace & Isolate.We will protect crucial services by making sure that a very small number of fully vaccinated, critical workers can leave isolation solely for work. pic.twitter.com/OPQ8TCourZ— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 19, 2021 Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Wales Tengdar fréttir Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45 Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Í gær höfðu 39.950 greinst smitaðir og nítján dáið og síðasta þriðjudag höfðu 36.660 greinst smitaðir og 50 dóu. Þetta kemur fram í frétt Sky News þar sem segir einnig að undanfarna sjö daga hafi 4.500 verið lagðir inn á sjúkrahús og það samsvari 38,4 prósenta aukningu. Sóttvarnaraðgerðir voru felldar úr gildi á aðfaranótt mánudagsins síðasta. Ungir Bretar hafa þótt duglegir við að sækja skemmtistaði síðan en ríkisstjórn Bretlands vill að fleiri úr hópi ungs fólks láti bólusetja sig. Með það í huga var tilkynnt í dag að undir lok september verði það að vera bólusettur skilyrði við því að geta sótt fjölmenna staði eins og skemmtistaði. Í frétt Sky segir að rúm milljón skólabarna hafi ekki sótt skóla í síðustu viku vegna Covid-19. Þá fengu 35.670 sinn fyrsta skammt af bóluefni í gær og 143.560 manns fengu seinni skammtinn. Í heildina er búið að fullbólusetja 32,2 milljónir Breta. Faraldurinn þar hefur þó verið í mikilli uppsveiflu og er þar að mestu um Delta-afbrigðið að ræða. Það er sagt smitast auðveldar manna á milli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ávarpi í gær að faraldurinn væri alls ekki búinn og það væri mikilvægt að halda áfram skimun, smitrakningu og sóttkví. This pandemic is far from over and that is why it is essential to keep up the system of Test, Trace & Isolate.We will protect crucial services by making sure that a very small number of fully vaccinated, critical workers can leave isolation solely for work. pic.twitter.com/OPQ8TCourZ— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 19, 2021
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Wales Tengdar fréttir Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45 Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02
Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40
Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45
Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38