Í gær höfðu 39.950 greinst smitaðir og nítján dáið og síðasta þriðjudag höfðu 36.660 greinst smitaðir og 50 dóu. Þetta kemur fram í frétt Sky News þar sem segir einnig að undanfarna sjö daga hafi 4.500 verið lagðir inn á sjúkrahús og það samsvari 38,4 prósenta aukningu.
Sóttvarnaraðgerðir voru felldar úr gildi á aðfaranótt mánudagsins síðasta. Ungir Bretar hafa þótt duglegir við að sækja skemmtistaði síðan en ríkisstjórn Bretlands vill að fleiri úr hópi ungs fólks láti bólusetja sig. Með það í huga var tilkynnt í dag að undir lok september verði það að vera bólusettur skilyrði við því að geta sótt fjölmenna staði eins og skemmtistaði.
Í frétt Sky segir að rúm milljón skólabarna hafi ekki sótt skóla í síðustu viku vegna Covid-19.
Þá fengu 35.670 sinn fyrsta skammt af bóluefni í gær og 143.560 manns fengu seinni skammtinn. Í heildina er búið að fullbólusetja 32,2 milljónir Breta.
Faraldurinn þar hefur þó verið í mikilli uppsveiflu og er þar að mestu um Delta-afbrigðið að ræða. Það er sagt smitast auðveldar manna á milli.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ávarpi í gær að faraldurinn væri alls ekki búinn og það væri mikilvægt að halda áfram skimun, smitrakningu og sóttkví.
This pandemic is far from over and that is why it is essential to keep up the system of Test, Trace & Isolate.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 19, 2021
We will protect crucial services by making sure that a very small number of fully vaccinated, critical workers can leave isolation solely for work. pic.twitter.com/OPQ8TCourZ