Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Segir aftur upp þúsundum manna

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta (áður Facebook) tilkynnti í dag að aftur væri verið segja upp fjölmörgum starfsmönnum fyrirtækisins. Að þessu sinni eru það tíu þúsund manns verið er að segja upp og á ekki að ráða í fimm þúsund lausar stöður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Að sjálfsögðu á að banna þetta“

Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum.

Lífið
Fréttamynd

Musk biður Harald afsökunar

Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp

Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur svarar á­sökunum Musk fullum hálsi

Ekki sér fyrir endann á ritdeilum milli Elon Musk, eiganda Twitter, og Haralds Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrverandi starfsmanns Twitter sem hófust í nótt. Haraldur hefur útskýrt vöðvarýrnun sem hann glímir við fyrir Musk og spyr hvort hann ætli ekki örugglega að gera upp skuld sína gagnvart Haraldi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp

Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lands­menn andi ró­lega þrátt fyrir opin­berun meintra ó­­­siða

Enginn þarf að missa svefn þó að útlendingum þyki einkennilegt að Íslendingar sjúgi upp í nefið og tali á innsoginu í tíma og ótíma, að mati Alberts Eiríkssonar, matarbloggara og siðameistara. Kurteisisvenjur litist af uppeldi og menningu hverrar þjóðar fyrir sig og sumir siðir geti talist áhugaverð þjóðareinkenni.

Lífið
Fréttamynd

Þetta er ekki eðlileg hegðun

Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni.

Skoðun
Fréttamynd

Danskir þing­menn beðnir um að hætta á TikTok

Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið.

Erlent
Fréttamynd

Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul

Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul. 

Sport
Fréttamynd

Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir?

Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Haraldur virðist vera hættur

Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kyli­e ekki lengur á toppnum

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er ekki lengur með flesta fylgjendur kvenna á Instagram. Leik- og söngkonan Selena Gomez hefur tekið fram úr.

Lífið
Fréttamynd

Feimin að eðlisfari en milljónir manna fylgjast með

Ásu Steinarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er menntaður tölvunarfræðingur og verkfræðingur en starfar núna sem áhrifavaldur í fullu starfi. Ása er meðal fremstu kvenna í heiminum á sínu sviði. Hún sérhæfir sig í ævintýramennsku, ljósmyndun og gerð myndbanda bæði fyrir sína miðla og fyrir fyrirtæki. Rætt var við Ásu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið