Hakkaður illa á Facebook og fær engin svör Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 12:18 Gunnlaugur segist gjarnan vilja ræða við einhvern hjá Facebook en þar er komið að lokuðum dyrum. Hann var hakkaður illilega af þrjótum sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þar á brott talsvert fé. getty/aðsend Gunnlaugur B Ólafsson, lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari, fékk heldur betur að reyna hversu mikilvægur þáttur hversdagsins Facebook er. Hann var hakkaður og það illa. „Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“ Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“
Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira