Höfða mál vegna dauða sonar síns af völdum One Chip Challenge Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 08:21 Wolobah veiktist í skólanum sínum eftir að hafa neytt One Chip Challenge með vinum sínum. Foreldrar Harris Wolobah, sem lést eftir að hafa tekið þátt í „einnar flögu áskoruninni“ (e. One Chip Challenge) hafa höfðað mál á hendur Paqui, framleiðanda flögunnar. One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira