Heilbrigðismál

Fréttamynd

Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“

Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 

Innlent
Fréttamynd

Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu

Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk fer heim af vaktinni með nagandi sam­visku­bit og eftir­sjá“

Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma.

Innlent
Fréttamynd

Árangurs­rík heil­brigðis­stefna?

Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Dregið úr þjónustu yfir sumartímann

Draga þarf úr þjónustu á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins í sumar vegna mönnunarvanda. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni segir öllum sem veikjast áfram sinnt þrátt fyrir að þjónustan sé breytt.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að segja upp öllum hjúkrunar­fræðingum fyrir mánaðar­mót

Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Staðan mjög þung þetta vorið

Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Valkvæðir hagsmunir hins opinbera

Nú á dögunum virtist vera að birta til heilbrigðiskerfinu þegar fréttir bárust af því að til stæði að bjóða út þá öldrunarþjónustu sem Landspítalinn (LSH) sinnir á Vífilsstöðum. Þjónustan félli ekki, að sögn forstjóra LSH að kjarnastarfsemi spítalans.

Skoðun
Fréttamynd

Niður­setningar nú­tímans

Úrræðaleysi ríkir í búsetumálum fatlaðs fólks með hreyfihömlun sem þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs og samfellda þjónustu sem tryggir öryggi þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Um sex­tíu stað­fest til­felli apa­bólu í Evrópu

Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Byrjum á raf­rænu sjúkra­skránni

Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir.

Skoðun