Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 20:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur er formaður velferðarnefndar Alþingis. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við þeim upplýsingum sem fram komu í þætti Kompáss í gær. Vísir/Vilhelm Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. Í Reykjavík síðdegis var rætt við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann velferðarnefndar Alþingis. Tilefnið var umfjöllum Kompáss í gær um það sem kallað hefur verið „Villta vestrið“ þegar kemur að fylliefnum. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem var í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. „Mér brá nú talsvert eins og sjálfsagt mörgum,“ sagði Bjarkey, spurð um sín viðbrögð við umfjölluninni. „Þó maður hafi nú alveg séð úti á götum, sérstaklega ungar stúlkur með heldur breiðar og miklar varir og vitandi það að auðvitað væri verið að setja einhver efni í þær, þá áttaði maður sig ekki á hversu mikið Villta vestur þetta er.“ Hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra Bjarkey segist í morgun hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra um þessi mál og hvort hann hyggist setja einhvers konar reglugerð um notkun þessara efna. „Mig langar líka bara að vita hvernig eftirlitinu bæði með notkun og innflutningi er háttað. Er hægt að panta þessi efni í gegnum erlenda vefverslun, ég veit það ekki. Ég er svona að velta því upp við hann líka og svo hvort landlæknir hafi einhver úrræði til þess að fylgjast með þessu og hvort það sé vitað hversu margir einstaklingar hafi leitað læknisþjónustu vegna þessa. Mér finnst þetta gríðarlega alvarlegt mál, þannig að mér finnst að við verðum einhvern veginn að bregðast við.“ Þá sagðist hún vona umræðan deyi ekki út á næstu dögum nú þegar hún sé farin af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarkeyju hér að neðan. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis var rætt við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann velferðarnefndar Alþingis. Tilefnið var umfjöllum Kompáss í gær um það sem kallað hefur verið „Villta vestrið“ þegar kemur að fylliefnum. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem var í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. „Mér brá nú talsvert eins og sjálfsagt mörgum,“ sagði Bjarkey, spurð um sín viðbrögð við umfjölluninni. „Þó maður hafi nú alveg séð úti á götum, sérstaklega ungar stúlkur með heldur breiðar og miklar varir og vitandi það að auðvitað væri verið að setja einhver efni í þær, þá áttaði maður sig ekki á hversu mikið Villta vestur þetta er.“ Hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra Bjarkey segist í morgun hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra um þessi mál og hvort hann hyggist setja einhvers konar reglugerð um notkun þessara efna. „Mig langar líka bara að vita hvernig eftirlitinu bæði með notkun og innflutningi er háttað. Er hægt að panta þessi efni í gegnum erlenda vefverslun, ég veit það ekki. Ég er svona að velta því upp við hann líka og svo hvort landlæknir hafi einhver úrræði til þess að fylgjast með þessu og hvort það sé vitað hversu margir einstaklingar hafi leitað læknisþjónustu vegna þessa. Mér finnst þetta gríðarlega alvarlegt mál, þannig að mér finnst að við verðum einhvern veginn að bregðast við.“ Þá sagðist hún vona umræðan deyi ekki út á næstu dögum nú þegar hún sé farin af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarkeyju hér að neðan.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01