Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 25. september 2023 08:00 Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Geðheilbrigði Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun