„Fæstir vissu hversu veik ég var“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 13:25 Bára sér lífið í allt öðru ljósi eftir mikil veikindi. Hin 36 ára Bára O‘Brien Ragnhildardóttir er alin upp í Hafnarfirði, kláraði Flensborg og náði sér svo í BS gráðu í fjármálaverkfræði. Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Sjá meira
Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Sjá meira