Mikilvægast að segja satt um læknamistök og gera það strax Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 22:42 Stian Westad er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Árið 2013 gerði hann mistök þegar hann tók á móti barni, með þeim afleiðingum að barnið lést. Síðan þá hefur hann tekið á móti tveimur öðrum börnum sömu foreldra. Hann segir heiðarleika og tafarlausa viðurkenningu á mistökum það mikilvægasta sem heilbrigðisstarfsfólk geti gert. Vísir/Steingrímur Dúi Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni. Heilbrigðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Heilbrigðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira