Mikilvægast að segja satt um læknamistök og gera það strax Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 22:42 Stian Westad er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Árið 2013 gerði hann mistök þegar hann tók á móti barni, með þeim afleiðingum að barnið lést. Síðan þá hefur hann tekið á móti tveimur öðrum börnum sömu foreldra. Hann segir heiðarleika og tafarlausa viðurkenningu á mistökum það mikilvægasta sem heilbrigðisstarfsfólk geti gert. Vísir/Steingrímur Dúi Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni. Heilbrigðismál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Sjá meira
Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Heilbrigðismál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Sjá meira