Tekur á móti minnst einum á mánuði vegna mistaka við varafyllingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. september 2023 12:01 Hannes er formaður Félags íslenskra lýtalækna. einar árnason Lýtalæknir segir minnst einn á mánuði leita til sín vegna mistaka við varafyllingu. Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum af því að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki sett reglur um notkun fylliefna þrátt fyrir að bent hafi verið á alvarlega, og í sumum tilfellum hættulega stöðu í áraraðir. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum er rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu þegar meðferðaraðili, sem ekki er læknir, sprautaði í hana lyfi til að leysa upp fylliefni sem hann hefur enga heimild til að nota. Konan fékk alvarlegt bráðaofnæmiskast en var ráðlagt af þeim sem sprautaði hana að leita ekki á sjúkrahús. Kallar eftir reglum Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ítrekað og í mörg ár hafa bent Heilbrigðisráðuneytinu á alvarleika þess að ófaglærðir sprauti fylliefni í aðra, en að ekki hafi verið brugðist við. Hann vill að stjórnvöld fari sömu leið og nágrannaþjóðir okkar og banni ófaglærðum að sprauta í aðra. „Og það eru góð fordæmi komin, sérstaklega frá Svíþjóð þar sem lögin eru mjög skýr en líka Noregi og Danmörku,“ segir Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna. Þannig það þyrfti ekki annað en að þýða löggjöfina þar eins og gert er með mörg önnur lög hér á landi? „ Já akkúrat, eins og við höfum margoft gert hér á Íslandi.“ Snyrtifræðingar uggandi Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin sem lýst er í Kompás. Í yfirlýsingu segir að félagið deili áhyggjum lækna af markaðnum með fylliefni hér á landi og fordæmir að ófaglærðir skuli gera slíkt. Þá hvetur félagið heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð um meðferðirnar til að tryggja öryggi sjúklinga. Hannes segir að minnst einn á mánuði leiti til hans vegna mistaka við varafyllingar. Hann segir óvissu um tryggingamál þeirra sem leita í fyllingu á snyrtistofu, mjög alvarlega. Hver er réttarstaða skjólstæðinga ef eitthvað kemur upp á? „Okkur sérfræðilæknum er skylt þegar við erum í stofurekstri að vera með sjúklingatrygginga. Ég veit ekki hvernig málum er háttað á snyrtistofum en þær eru ansi digrar þessar tryggingar sem okkur er skylt að vera með.“ Formaður velferðarnefndar alþingis segist mjög brugðið eftir þáttinn og hefur sent heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist setja reglugerð um notkun fylliefna í varir. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum er rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu þegar meðferðaraðili, sem ekki er læknir, sprautaði í hana lyfi til að leysa upp fylliefni sem hann hefur enga heimild til að nota. Konan fékk alvarlegt bráðaofnæmiskast en var ráðlagt af þeim sem sprautaði hana að leita ekki á sjúkrahús. Kallar eftir reglum Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ítrekað og í mörg ár hafa bent Heilbrigðisráðuneytinu á alvarleika þess að ófaglærðir sprauti fylliefni í aðra, en að ekki hafi verið brugðist við. Hann vill að stjórnvöld fari sömu leið og nágrannaþjóðir okkar og banni ófaglærðum að sprauta í aðra. „Og það eru góð fordæmi komin, sérstaklega frá Svíþjóð þar sem lögin eru mjög skýr en líka Noregi og Danmörku,“ segir Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna. Þannig það þyrfti ekki annað en að þýða löggjöfina þar eins og gert er með mörg önnur lög hér á landi? „ Já akkúrat, eins og við höfum margoft gert hér á Íslandi.“ Snyrtifræðingar uggandi Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin sem lýst er í Kompás. Í yfirlýsingu segir að félagið deili áhyggjum lækna af markaðnum með fylliefni hér á landi og fordæmir að ófaglærðir skuli gera slíkt. Þá hvetur félagið heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð um meðferðirnar til að tryggja öryggi sjúklinga. Hannes segir að minnst einn á mánuði leiti til hans vegna mistaka við varafyllingar. Hann segir óvissu um tryggingamál þeirra sem leita í fyllingu á snyrtistofu, mjög alvarlega. Hver er réttarstaða skjólstæðinga ef eitthvað kemur upp á? „Okkur sérfræðilæknum er skylt þegar við erum í stofurekstri að vera með sjúklingatrygginga. Ég veit ekki hvernig málum er háttað á snyrtistofum en þær eru ansi digrar þessar tryggingar sem okkur er skylt að vera með.“ Formaður velferðarnefndar alþingis segist mjög brugðið eftir þáttinn og hefur sent heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist setja reglugerð um notkun fylliefna í varir.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15