Þýskaland

Fréttamynd

Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans

Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Senda vestræna bryndreka til Úkraínu

Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki.

Erlent
Fréttamynd

Eltu sofandi ökumann í korter

Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi átti í eftirför í síðustu viku sem verður að teljast óhefðbundin. Ítrekaðar tilraunir til að reyna að fá ökumann Teslu rafmagnsbíls til að stöðva gengu ekki eftir en ökumaðurinn reyndist steinsofandi við stýrið. Bílinn var þó stilltur á sjálfstýringu.

Erlent
Fréttamynd

Risa­stórt fiska­búr á Radis­son í Ber­lín sprakk

Sextán metra hátt fiskabúr á Radisson Blu-hótelinu í Berlín í Þýskalandi sprakk í morgun. Allir fimmtán hundruð fiskarnir sem voru í búrinu hrundu niður á gólf hótelsins. Tveir einstaklingar slösuðust eftir sprenginguna vegna glerbrota.

Erlent
Fréttamynd

Prinsinn og fast­eigna­mógúllinn sem vildi steypa þýsku stjórninni

Um fátt annað hefur verið talað í Þýskalandi síðustu daga en áætlanir hreyfingar hægri öfgamanna um valdarán með því að ráðast inn í þýska þinghúsið, taka þar fólk í gíslingu, koma ríkisstjórninni frá og koma á nýrri stjórnskipan. Höfuðpaurinn er sagður maður af þýskum aðalsættum, Hinrik XIII prins.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar búast við fleiri handtökum

Lögregluþjónar víðsvegar um Þýskaland leita nú manna og kvenna sem talin eru hafa komið að ráðabruggi um að taka þingmenn í gíslingu og mynda nýja ríkisstjórn þar í landi. Minnst 25 voru handteknir vegna hinnar meintu valdaránstilraunar en þar á meðal er maður sem kallar sig prins og ætlaði að taka völdin og fyrrverandi þingmaður og dómari.

Erlent
Fréttamynd

Vildu koma prins til valda í Þýskalandi

Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands.

Erlent
Fréttamynd

Morðinginn bjó á móti á­rásar­staðnum

Maðurinn sem myrti fjórtán ára stúlku og særði aðra þrettán ára í bænum Illerkirchberg í Þýskalandi í gær er hælisleitandi frá Erítreu. Morðið framdi hann beint fyrir utan heimilið sem hann bjó á á meðan verið var að afgreiða hælisumsókn hans. 

Erlent
Fréttamynd

Rúrik krefst milljóna vegna þátt­tökunnar í Let‘s Dance

Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Top­as In­ternati­onal. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

Play til Stokk­hólms og Ham­borgar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni

Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð.

Erlent