Utan vallar: Örlagaríkt einvígi varð til þess að Hafnarfjörð má nú finna í Aachen Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 09:00 Eitt litið saklaust einvígi í Evrópu gegn FH vatt upp á sig og tengist nú leikstað íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem mætir Þýskalandi í Aachen á morgun Vísir/Samsett mynd Hver hefði trúað því að eitt saklaust einvígi við lið FH árið 2004 hefði haft svo gríðarmikla þýðingu að heimabær félagsins, Hafnarfjörður, er nú stór hluti af starfi eins af rótgrónu knattspyrnufélögum Þýskalands? Svarið er líklegast fáir en staðreyndin er hins vegar sú að hér í Aachen, borg í vesturhluta Þýskalands, má finna Hafnarfjörð. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen í Þýskalandi. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur á morgun mikilvægan leik við Þýskaland í undankeppni EM 2025 á Tivoli leikvanginum í Aachen, heimavelli knattspyrnuliðsins Alemannia Aachen. Um er að ræða leik liðanna í 2.umferð undankeppninnar en bæði Ísland og Þýskaland unnu sína leiki í fyrstu umferð. Sveindís Jane fagnar marki sínu gegn Póllandi í 3-0 sigri Íslands í fyrstu umferð undankeppni EM 2025.vísir / hulda margrét Rótgróið félag í kröggum Alemannia Aachen er kannski ekki þekktasta þýska knattspyrnufélagið en er þó rótgróið félag sem hefur lengst af, undanfarna áratugi, spilað í þýsku B-deildinni. Það er að segja allt þar til ársins 2012 þegar að félagið féll tvisvar sinnum á tveimur tímabilum og fann sig allt í einu svæðisdeild Vestur-Þýskalands þar sem að liðið hefur verið síðan þá. Það í bland við fjárhagserfiðleika hefur gert félaginu erfitt fyrir í því verkefni sínu að rétta úr kútnum. Hins vegar minnast stuðningsmenn Alemannia Aachen með hlýju tímabilsins 2003/2004 og 2004/2005. Fyrra tímabilið, þá sem B-deildar lið, komst Alemannia alla leið í úrslitaleik þýska bikarsins og lagði á leið sinni þangað stórveldi Bayern Munchen að velli auk annarra liða úr þýsku úrvalsdeildinni. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar að Alemannia Achen sló út þýska stórveldið Bayern Munchen í þýska bikarnum á sínum tíma í leið sinni í átt að úrslitaleiknum.Vísir/Getty Lið Werder Bremen átti þó eftir að standa uppi sem þýskur bikarmeistari en það mætti í raun segja að Alemannia Aachen hafi verið hinn raunverulegi sigurvegari. Þar sem að Werder Bremen stóð einnig uppi sem Þýskalandsmeistari varð raunin sú að Alemannia Aachen, B-deildar liðið, hlaut eitt Evrópusæti Þýskalands. Sögulegt einvígi við FH Grein úr Fréttablaðinu árið 2004 um úrslitin í leik FH og Alemannia Aachen í UEFA bikarnumTimarit.is Liðið tók þar með þátt í UEFA-bikarinn tímabilið 2004/2005 og það er þar sem tengingin við FH kemur inn. Liðin mættust í fyrstu umferð keppninnar. FH, sem var á þessum tíma þjálfað af Ólafi Jóhannessyni, stóð uppi sem Íslandsmeistari þetta tímabil með leikmenn á borð við Alan Borgvadt, Emil Hallfreðsson, Heimi Guðjónsson, Atla Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson innanborðs. En Hafnfirðingarnir réðu ekkert við leikmenn Alemannia Aachen heima á Íslandi þar sem fyrri leikur liðanan fór fram Laugardalsvelli. Eftir 5-1 tap heima náðu FH-ingar jafntefli úti í Þýskalandi. Alemannia Aachen fór lengra áfram í keppninni. Í raun alla leið í 32-liða úrslit en búið er að sjá til þess að einvígið við FH gleymist seint úr minni stuðningsmanna félagsins. Hafnarfjörður og Alkmaar Fyrir utan Tivoli-leikvanginn hér í Aachen, heimavöll Alemannia, má finna tvo æfingavelli sem bera báðir nafn með skírskotun í Evrópuævintýri Alemannia Aachen. Annar völlurinn ber nafnið Alkmaar, í höfuðið á hollenska úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar, sem Alemannia mætti einnig í Evrópukeppni umrætt tímabil. Hinn völlurinn ber nafnið Hafnarfjörður og vísar þar með í heimabæ FH, sem er jafnan nefnt FH Hafnarfjörður á erlendri grundu. Hafnarfjörður og Alkmaar, æfingavellir Alemannia Aachen fyrir utan Tivoli leikvanginn Heldur betur skemmtileg tilviljun en íslenska kvennalandsliðið æfir í dag á Tivoli-leikvanginum í námunda við æfingavellina tvo. Spurning er hins vegar sú hvort það hefði verið heimilislegra að æfa í Hafnarfirði? Fyrir áhugasama má sjá helstu atriði úr fyrri leik FH og Alemannia Aachen hér fyrir neðan: Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 FH Þýskaland Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen í Þýskalandi. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur á morgun mikilvægan leik við Þýskaland í undankeppni EM 2025 á Tivoli leikvanginum í Aachen, heimavelli knattspyrnuliðsins Alemannia Aachen. Um er að ræða leik liðanna í 2.umferð undankeppninnar en bæði Ísland og Þýskaland unnu sína leiki í fyrstu umferð. Sveindís Jane fagnar marki sínu gegn Póllandi í 3-0 sigri Íslands í fyrstu umferð undankeppni EM 2025.vísir / hulda margrét Rótgróið félag í kröggum Alemannia Aachen er kannski ekki þekktasta þýska knattspyrnufélagið en er þó rótgróið félag sem hefur lengst af, undanfarna áratugi, spilað í þýsku B-deildinni. Það er að segja allt þar til ársins 2012 þegar að félagið féll tvisvar sinnum á tveimur tímabilum og fann sig allt í einu svæðisdeild Vestur-Þýskalands þar sem að liðið hefur verið síðan þá. Það í bland við fjárhagserfiðleika hefur gert félaginu erfitt fyrir í því verkefni sínu að rétta úr kútnum. Hins vegar minnast stuðningsmenn Alemannia Aachen með hlýju tímabilsins 2003/2004 og 2004/2005. Fyrra tímabilið, þá sem B-deildar lið, komst Alemannia alla leið í úrslitaleik þýska bikarsins og lagði á leið sinni þangað stórveldi Bayern Munchen að velli auk annarra liða úr þýsku úrvalsdeildinni. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar að Alemannia Achen sló út þýska stórveldið Bayern Munchen í þýska bikarnum á sínum tíma í leið sinni í átt að úrslitaleiknum.Vísir/Getty Lið Werder Bremen átti þó eftir að standa uppi sem þýskur bikarmeistari en það mætti í raun segja að Alemannia Aachen hafi verið hinn raunverulegi sigurvegari. Þar sem að Werder Bremen stóð einnig uppi sem Þýskalandsmeistari varð raunin sú að Alemannia Aachen, B-deildar liðið, hlaut eitt Evrópusæti Þýskalands. Sögulegt einvígi við FH Grein úr Fréttablaðinu árið 2004 um úrslitin í leik FH og Alemannia Aachen í UEFA bikarnumTimarit.is Liðið tók þar með þátt í UEFA-bikarinn tímabilið 2004/2005 og það er þar sem tengingin við FH kemur inn. Liðin mættust í fyrstu umferð keppninnar. FH, sem var á þessum tíma þjálfað af Ólafi Jóhannessyni, stóð uppi sem Íslandsmeistari þetta tímabil með leikmenn á borð við Alan Borgvadt, Emil Hallfreðsson, Heimi Guðjónsson, Atla Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson innanborðs. En Hafnfirðingarnir réðu ekkert við leikmenn Alemannia Aachen heima á Íslandi þar sem fyrri leikur liðanan fór fram Laugardalsvelli. Eftir 5-1 tap heima náðu FH-ingar jafntefli úti í Þýskalandi. Alemannia Aachen fór lengra áfram í keppninni. Í raun alla leið í 32-liða úrslit en búið er að sjá til þess að einvígið við FH gleymist seint úr minni stuðningsmanna félagsins. Hafnarfjörður og Alkmaar Fyrir utan Tivoli-leikvanginn hér í Aachen, heimavöll Alemannia, má finna tvo æfingavelli sem bera báðir nafn með skírskotun í Evrópuævintýri Alemannia Aachen. Annar völlurinn ber nafnið Alkmaar, í höfuðið á hollenska úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar, sem Alemannia mætti einnig í Evrópukeppni umrætt tímabil. Hinn völlurinn ber nafnið Hafnarfjörður og vísar þar með í heimabæ FH, sem er jafnan nefnt FH Hafnarfjörður á erlendri grundu. Hafnarfjörður og Alkmaar, æfingavellir Alemannia Aachen fyrir utan Tivoli leikvanginn Heldur betur skemmtileg tilviljun en íslenska kvennalandsliðið æfir í dag á Tivoli-leikvanginum í námunda við æfingavellina tvo. Spurning er hins vegar sú hvort það hefði verið heimilislegra að æfa í Hafnarfirði? Fyrir áhugasama má sjá helstu atriði úr fyrri leik FH og Alemannia Aachen hér fyrir neðan:
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 FH Þýskaland Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Sjá meira