EM kvenna í fótbolta 2025

EM kvenna í fótbolta 2025

Evrópumót kvenna í fótbolta fer fram í Sviss dagana 2. til 27. júlí 2025.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Það var köld tuska í and­litið“

    Hlín Eiríksdóttir átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði lokaleik sínum á EM gegn Noregi 4-3 en hún bæði skoraði mark og fiskaði vítaspyrnu. Bekkjarsetan í síðasta leik fór ekki vel í hana en hún virðir ákvarðanir þjálfarans.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Upp­gjör: Ís­land - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævin­týri

    Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Valdi Ís­land fram yfir Noreg: „Ég er meiri Ís­lendingur“

    Amanda Andra­dóttir, lands­liðs­kona Ís­lands í fót­bolta, segir það skemmti­lega til­hugsun að spila mögu­lega á móti Noregi í kvöld á EM í fót­bolta. Amanda á bæði rætur að rekja til Ís­lands sem og Noregs og valdi ís­lenska lands­liðið fram yfir það norska á sínum tíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sex hafa ekkert spilað á EM

    Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Síðasti séns á að vinna milljónir

    Þó að ekki sé lengur að neinu að keppa fyrir Ísland varðandi það að komast lengra á EM kvenna í fótbolta þá myndi sigur gegn Noregi í kvöld engu að síður skila verðlaunafé í hús.

    Fótbolti