Íslendingar „eigi að skammast sín“ fái hann ekki stig í Eurovision Samúel Karl Ólason og Eiður Þór Árnason skrifa 17. febrúar 2024 13:36 Lagið sem Isaak flutti heitir Always on the Run. Isaak Guderian bar í gær sigur úr býtum í Söngvakeppni Þýskalands og mun því keppa fyrir hönd landsins í Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Isaak er hálf-íslenskur en móðir hans er íslensk. Hann á von á tólf stigum frá Íslandi þegar hann flytur lagið Always on the Run á stóra sviðinu í Malmö Arena þann 11. maí og kæmi það honum á óvart ef Þýskaland væri hvergi að finna í stigagjöf Íslendinga. Ef svo færi „ættu þau að skammast sín,“ sagði Isaak léttur í bragði í viðtali sem tekið var fyrir keppnina í Þýskalandi. Hann naut fyrst athygli í Þýskalandi þegar hann tók þátt í X-Factor þar í landi árið 2011 en samkvæmt frétt Eurovisionworld vann Isaak einnig hæfileikakeppnina Show your Talent árið 2021. Isaak er á 28. aldursári. Var götulistamaður Lagið sem Isaak flytur var samið af honum sjálfum, Greg Taro, Kevin Lehr og Leo Salminen. Hann segir textann fjalla um það hvernig hann á það til að einbeita sér að því sem er fallegt í lífi sínu og ýta öllu neikvæðu til hliðar. Þetta sé óheilbrigð hegðun. „Svona myndast stærðarinnar stormviðri og ég hleyp frá því.“ Tengist þetta beint inn í titil lagsins sem þýðist á íslensku sem Alltaf á hlaupum. Isaak fæddist í bænum Espelkamp í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi þar sem búa um 25 þúsund íbúar. Þýskir miðlar greina frá því að hann hafi látið reyna á líf sem götulistamaður þegar hann var yngri og tekið þátt í áðurnefndum hæfileikakeppnum í sjónvarpi. Hann hafi þó fyrst almennilega skotist á stjörnuhimininn með framlagi sínu í undankeppni Þýskalands fyrir Eurovision. Venju samkvæmt fer framlag Þýskalands beint í lokakeppni Eurovision og þarf Isaak því ekki að vinna hug og hjörtu fólks fyrst á undanúrslitakvöldi. Eurovision Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hann á von á tólf stigum frá Íslandi þegar hann flytur lagið Always on the Run á stóra sviðinu í Malmö Arena þann 11. maí og kæmi það honum á óvart ef Þýskaland væri hvergi að finna í stigagjöf Íslendinga. Ef svo færi „ættu þau að skammast sín,“ sagði Isaak léttur í bragði í viðtali sem tekið var fyrir keppnina í Þýskalandi. Hann naut fyrst athygli í Þýskalandi þegar hann tók þátt í X-Factor þar í landi árið 2011 en samkvæmt frétt Eurovisionworld vann Isaak einnig hæfileikakeppnina Show your Talent árið 2021. Isaak er á 28. aldursári. Var götulistamaður Lagið sem Isaak flytur var samið af honum sjálfum, Greg Taro, Kevin Lehr og Leo Salminen. Hann segir textann fjalla um það hvernig hann á það til að einbeita sér að því sem er fallegt í lífi sínu og ýta öllu neikvæðu til hliðar. Þetta sé óheilbrigð hegðun. „Svona myndast stærðarinnar stormviðri og ég hleyp frá því.“ Tengist þetta beint inn í titil lagsins sem þýðist á íslensku sem Alltaf á hlaupum. Isaak fæddist í bænum Espelkamp í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi þar sem búa um 25 þúsund íbúar. Þýskir miðlar greina frá því að hann hafi látið reyna á líf sem götulistamaður þegar hann var yngri og tekið þátt í áðurnefndum hæfileikakeppnum í sjónvarpi. Hann hafi þó fyrst almennilega skotist á stjörnuhimininn með framlagi sínu í undankeppni Þýskalands fyrir Eurovision. Venju samkvæmt fer framlag Þýskalands beint í lokakeppni Eurovision og þarf Isaak því ekki að vinna hug og hjörtu fólks fyrst á undanúrslitakvöldi.
Eurovision Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira