Sprenging í matarinnkaupum á netinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 14:36 Á vefsíðum helstu matvöruverslana landsins getur fólk hlaðið í körfuna, greitt og fengið sent heim að dyrum. Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að erlend netverslun í fyrra hafi numið 27,4 milljörðum króna. Rúmlega sex milljarðar hafi farið til Kína, um 4,2 milljarðar til Bandaríkjanna og um 3,2 milljarðar til Bretlands. Þýskaland er í fjórða sæti með verslun upp á 2,2 milljarða og Hollendingar stökkva upp í fimmta sætið á kostnað Víetnam frá árinu 2022. Netverslun Íslendinga við Holland nam 1,6 milljarði króna. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun. Netverslun við Kína minnkar því lítið eitt á milli ára en erlend netverslun í heild eykst um fimmtán prósent. Ali Express er meðal vefverslana frá Kína sem Íslendingar nýta sér óspart. Aukningin er meiri í netverslun innanlands. Innlend netverslun í fyrra nam 50,4 milljörðum króna og hækkaði um 21 prósent á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 49 prósent á milli ára. Telur Rannsóknarsetur verslunarinnar ljóst að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið, svo sem að fylla matarkörfuna heima hjá sér á heimasíðu verslunar og láta senda heim. Innlend netverslun nemur því um 65 prósent af allri netverslun Íslendinga en sú erlenda 35 prósentum. Kína Verslun Bandaríkin Bretland Holland Þýskaland Víetnam Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að erlend netverslun í fyrra hafi numið 27,4 milljörðum króna. Rúmlega sex milljarðar hafi farið til Kína, um 4,2 milljarðar til Bandaríkjanna og um 3,2 milljarðar til Bretlands. Þýskaland er í fjórða sæti með verslun upp á 2,2 milljarða og Hollendingar stökkva upp í fimmta sætið á kostnað Víetnam frá árinu 2022. Netverslun Íslendinga við Holland nam 1,6 milljarði króna. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun. Netverslun við Kína minnkar því lítið eitt á milli ára en erlend netverslun í heild eykst um fimmtán prósent. Ali Express er meðal vefverslana frá Kína sem Íslendingar nýta sér óspart. Aukningin er meiri í netverslun innanlands. Innlend netverslun í fyrra nam 50,4 milljörðum króna og hækkaði um 21 prósent á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 49 prósent á milli ára. Telur Rannsóknarsetur verslunarinnar ljóst að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið, svo sem að fylla matarkörfuna heima hjá sér á heimasíðu verslunar og láta senda heim. Innlend netverslun nemur því um 65 prósent af allri netverslun Íslendinga en sú erlenda 35 prósentum.
Kína Verslun Bandaríkin Bretland Holland Þýskaland Víetnam Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira