Landbúnaður

Fréttamynd

Bændur eru líka neyt­endur

Allnokkur stormur hefur verið í fjölmiðlum um þessa lagasetningu og margir sjálfskipaðir sérfræðingar um málefni landbúnaðar tjáð sig um málið. Í umræðum um málið á Alþingi er athyglisvert að sjá afstöðumun einstakra þingmanna til málsins milli annarra og þriðju umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Sauð­burður hafinn á Stokks­eyri

Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb.

Innlent
Fréttamynd

Mikill kálfadauði veldur kúa­bændum á­hyggjum

Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári.

Innlent
Fréttamynd

Að ó­breyttu endi málið með lögsóknum

Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Málið sé af­greitt og þar við sitji

Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji.

Innlent
Fréttamynd

Til hamingju, verð­sam­ráð er núna lög­legt

Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta stappar nærri spillingu“

Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

„Slát­ur­hús­in standa tóm svo mánuðum skipt­ir“

Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­keppnis­hæfni ís­lensks land­búnaðar bætt

Á undanförnum vikum hefur margt verið sagt og ritað um nýlega breytingu á búvörulögum þar sem íslenskar kjötafurðastöðvar fengu loks undanþágu frá samkeppnislögum, líkt og hefur þekkst í nágrannalöndum okkar í áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

At­hafna­leysi Katrínar geti skaðað hags­muni lands­manna

VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi.

Neytendur
Fréttamynd

Grjótkrabbi sló í gegn á Akra­nesi

Grjótkrabbabollur, andaregg, hvítlaukssalt, túlipanar, sápur, broddur, pylsur, hakk og skyr eru vörur sem slá alltaf í gegn á matarmörkuðum þar sem bændur og búalið kynna sína framleiðslu sína fyrir neytendum.

Lífið
Fréttamynd

Einokunarmjólk?

Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn stendur með bændum og neyt­endum

Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, framleiðendafélög. Þær miklu umræður sem fylgt hafa í kjölfarið hafa væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni enda hafa stór orð verið látin falla sem eiga ekki öll rétt á sér.

Skoðun
Fréttamynd

Grímu­laus sér­hags­muna­gæsla

Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum.

Skoðun
Fréttamynd

Breytingar á bú­vöru­lögum eigi ekki að skila sér í hærra verð­lagi

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Harðar deilur um á­gæti nýrra búvörulaga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð.

Innlent
Fréttamynd

Kaldar kveðjur til bænda?

Ég sé að sá ágæti þingmaður, Ásmundur Friðriksson, víkur að greinarhöfundi nokkrum orðum á Facebook-síðu sinni. Ásmundur er í stjórnarmeirihlutanum í atvinnuveganefnd Alþingis, sem samdi hið nýja frumvarp um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum, sem undirritaður og Félag atvinnurekenda hafa eindregið gagnrýnt, en varð að lögum í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Einokunarkjöt og ríkistryggingar

Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­gjör­lega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“

Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 

Innlent