Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2024 20:04 Júlía Sól og Djásn, sem er uppáhalds kindin hennar í fjárhúsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa á Stokkseyri elskar ekkert meira en íslensku sauðkindina enda er hún með um 100 fjár með pabba sínum í þorpinu. Ærin Djásn er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira