Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. desember 2024 21:11 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að innlendir búvöruframleiðendur bjóði hátt í tollkvóta með landbúnaðarvörur til að hindra samkeppni við sjálfan sig. Vísir Innlendir framleiðendur stunda samkeppnishindranir með landbúnaðarvörur að mati Félags atvinnurekenda. Framleiðendur bjóði hæst í tollkvóta á búvörum til að halda uppi verði á eigin vörum. Dótturfélög sjái oftast um viðskiptin. Framkvæmdastjóri segir brýnt að stjórnvöld skerist í leikinn Matvælaráðuneytið tilkynnti í gær um úthlutun á tollfrjálsum landbúnaðarvörum en slík úthlutun fer fram nokkrum sinnum yfir árið. Í nær öllum tilvikum var umfram eftirspurn og því úthlutað með útboði. Tollkvótar eru s.s. heimildir til að flytja inn takmarkað magn af búvörum án tolla. Innlendir landbúnaðarframleiðendur fengu nú ríflega níutíu prósent af tollfrjálsu svínakjöti frá ESB sem er aðeins meira en síðustu ár. Innlendir framleiðendur fá nú ríflega 90 prósent af tollfrjálsu svínakjöti samkvæmt síðasta útboði samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Hlutdeild þeirra í nautakjöti er tæpur þriðjungur. Fjórir innlendir framleiðendur fengu samtals fjörutíu prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Fyrirtæki bjóða í tollkvótana og tilhneiging hefur verið að verðið á þeim leiti upp á við. Gjald vegna tollfrjálsu varanna hefur haft tilhneigingu til að leita upp á við samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Enginn ávinningur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að innlendir framleiðendur séu með þessu að stunda samkeppnishindranir. „Tollkvótar voru upphaflega ætlaðir til að lækka verð og efla samkeppni. Það hvernig þeim er úthlutað eða með uppboði þýðir að innlendum framleiðendum er í lófa lagið að bjóða hátt í kvótana til að ýta upp verðinu á innflutningnum. Þar með hindra þeir samkeppni við sjálfan sig. Það finnst okkur ekki í lagi. Þá fá neytendur engan ávinning af tollfrelsinu sem var meiningin í upphafi. Það er þróun sem stjórnmálamenn geta ekki látið viðgangast,“ segir Ólafur. Hann segir hægt að koma í veg fyrir þessa þróun með því að hafa ókeypis úthlutun á tollfrjálsum vörum. „Þar með væri þetta vandamál úr sögunni að innlendir framleiðendur spili á kerfið til að hindra samkeppni við sjálfan sig,“ segir hann. Tengd félög kaupi kvóta Ólafur segir að innlendur framleiðendurnir, fyrir utan Sláturfélag Suðurlands, bjóði í tollfrjálsu vörurnar gegnum tengd félög. „Afurðastöðvarnar virðast vera eitthvað feimnar við eigin innflutning. Ali og Matfugl gera það í gegnum systurfélag. Sama gerir Stjörnugrís. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðing samþykkti í fyrra að félagið og dótturfélag þess hætti að flytja inn búvörur. Esja Gæðafæði dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga hætti þá að bjóða í tollkvóta. Í staðinn dúkkaði upp félagið Háihólmi sem er að bæta drjúgan við sig í tollkvóta. Eigandi þess er innkaupastjóri Esju,“ segir Ólafur. Samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda fengu innlendir framleiðendur tæplega 40 prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Flestir í gegnum tengd félög.Vísir/grafík Fréttastofa hafði samband við Esju sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga í dag til að spyrjast fyrir um hvort eigandi Háahólma væri starfandi þar og fékk það staðfest. Aðspurður um hvort hann hafi skýringar á þessari tilhneigingu hjá flestum innlendum framleiðendum svarar Ólafur: „Þú verður bara að tala við stjórnendur þessara fyrirtækja. Þú verður bara að hringja í kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki og heyra hvað hann hefur að segja um málið.“ Samkeppnismál Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Matvælaráðuneytið tilkynnti í gær um úthlutun á tollfrjálsum landbúnaðarvörum en slík úthlutun fer fram nokkrum sinnum yfir árið. Í nær öllum tilvikum var umfram eftirspurn og því úthlutað með útboði. Tollkvótar eru s.s. heimildir til að flytja inn takmarkað magn af búvörum án tolla. Innlendir landbúnaðarframleiðendur fengu nú ríflega níutíu prósent af tollfrjálsu svínakjöti frá ESB sem er aðeins meira en síðustu ár. Innlendir framleiðendur fá nú ríflega 90 prósent af tollfrjálsu svínakjöti samkvæmt síðasta útboði samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Hlutdeild þeirra í nautakjöti er tæpur þriðjungur. Fjórir innlendir framleiðendur fengu samtals fjörutíu prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Fyrirtæki bjóða í tollkvótana og tilhneiging hefur verið að verðið á þeim leiti upp á við. Gjald vegna tollfrjálsu varanna hefur haft tilhneigingu til að leita upp á við samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Enginn ávinningur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að innlendir framleiðendur séu með þessu að stunda samkeppnishindranir. „Tollkvótar voru upphaflega ætlaðir til að lækka verð og efla samkeppni. Það hvernig þeim er úthlutað eða með uppboði þýðir að innlendum framleiðendum er í lófa lagið að bjóða hátt í kvótana til að ýta upp verðinu á innflutningnum. Þar með hindra þeir samkeppni við sjálfan sig. Það finnst okkur ekki í lagi. Þá fá neytendur engan ávinning af tollfrelsinu sem var meiningin í upphafi. Það er þróun sem stjórnmálamenn geta ekki látið viðgangast,“ segir Ólafur. Hann segir hægt að koma í veg fyrir þessa þróun með því að hafa ókeypis úthlutun á tollfrjálsum vörum. „Þar með væri þetta vandamál úr sögunni að innlendir framleiðendur spili á kerfið til að hindra samkeppni við sjálfan sig,“ segir hann. Tengd félög kaupi kvóta Ólafur segir að innlendur framleiðendurnir, fyrir utan Sláturfélag Suðurlands, bjóði í tollfrjálsu vörurnar gegnum tengd félög. „Afurðastöðvarnar virðast vera eitthvað feimnar við eigin innflutning. Ali og Matfugl gera það í gegnum systurfélag. Sama gerir Stjörnugrís. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðing samþykkti í fyrra að félagið og dótturfélag þess hætti að flytja inn búvörur. Esja Gæðafæði dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga hætti þá að bjóða í tollkvóta. Í staðinn dúkkaði upp félagið Háihólmi sem er að bæta drjúgan við sig í tollkvóta. Eigandi þess er innkaupastjóri Esju,“ segir Ólafur. Samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda fengu innlendir framleiðendur tæplega 40 prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Flestir í gegnum tengd félög.Vísir/grafík Fréttastofa hafði samband við Esju sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga í dag til að spyrjast fyrir um hvort eigandi Háahólma væri starfandi þar og fékk það staðfest. Aðspurður um hvort hann hafi skýringar á þessari tilhneigingu hjá flestum innlendum framleiðendum svarar Ólafur: „Þú verður bara að tala við stjórnendur þessara fyrirtækja. Þú verður bara að hringja í kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki og heyra hvað hann hefur að segja um málið.“
Samkeppnismál Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf