Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 20:04 Mæðgurnar Aðalbjörg og Guðný á Selfossi, sem eiga heiðurinn af ullarsokkaprjónaverkefninu fyrir hermennina í Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenna á Suðurlandi vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu eftir að ósk barst frá hermönnunum um hlýja og góða sokka. Stefnt er að því að senda um hundrað pör af sokkum til Úkraínu um miðjan næsta mánuð. Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins
Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira