Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 12:18 Fjölskyldan á Syðri – Hól, Konráð Helgi og Elsa Gehringer ásamt börnum sínum en það eru þau Markús 17 ára, Andri 13 ára og Melkorka 10 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verða haldnir styrktartónleikar fyrir ungan bónda undir Eyjafjöllum og fjölskyldu hans en bóndinn slasaðist alvarlega í umferðarslysi undir Eyjafjöllum í síðasta mánuði. Þrír hryggjarliðir og fjórir hálsliðir brotnuðu meðal annars í bóndanum. Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00. Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga. „Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við. „Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.” Styrktartónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í dag klukkan 16:00. Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna þá er reikningsnúmerið og kennitalan er: 600301-2920 og reikningur númer 0182-05-003452.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Konráð Helgi og hundarnir á bænum, Benni, sem hann heldur á og svo er það tíkin Lóla.Aðsend Séð heim á bæ fjölskyldunnar undir Eyjafjöllum.Aðsend Rangárþing eystra Rangárþing ytra Landbúnaður Kórar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00. Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga. „Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við. „Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.” Styrktartónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í dag klukkan 16:00. Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna þá er reikningsnúmerið og kennitalan er: 600301-2920 og reikningur númer 0182-05-003452.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Konráð Helgi og hundarnir á bænum, Benni, sem hann heldur á og svo er það tíkin Lóla.Aðsend Séð heim á bæ fjölskyldunnar undir Eyjafjöllum.Aðsend
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Landbúnaður Kórar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira