Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 12:18 Fjölskyldan á Syðri – Hól, Konráð Helgi og Elsa Gehringer ásamt börnum sínum en það eru þau Markús 17 ára, Andri 13 ára og Melkorka 10 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verða haldnir styrktartónleikar fyrir ungan bónda undir Eyjafjöllum og fjölskyldu hans en bóndinn slasaðist alvarlega í umferðarslysi undir Eyjafjöllum í síðasta mánuði. Þrír hryggjarliðir og fjórir hálsliðir brotnuðu meðal annars í bóndanum. Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00. Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga. „Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við. „Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.” Styrktartónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í dag klukkan 16:00. Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna þá er reikningsnúmerið og kennitalan er: 600301-2920 og reikningur númer 0182-05-003452.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Konráð Helgi og hundarnir á bænum, Benni, sem hann heldur á og svo er það tíkin Lóla.Aðsend Séð heim á bæ fjölskyldunnar undir Eyjafjöllum.Aðsend Rangárþing eystra Rangárþing ytra Landbúnaður Kórar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00. Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga. „Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við. „Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.” Styrktartónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í dag klukkan 16:00. Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna þá er reikningsnúmerið og kennitalan er: 600301-2920 og reikningur númer 0182-05-003452.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Konráð Helgi og hundarnir á bænum, Benni, sem hann heldur á og svo er það tíkin Lóla.Aðsend Séð heim á bæ fjölskyldunnar undir Eyjafjöllum.Aðsend
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Landbúnaður Kórar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira