Dýr

Fréttamynd

Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn.

Lífið
Fréttamynd

Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök

Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Undrun og reiði meðal vina Diego

Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4.

Lífið
Fréttamynd

Rebbi lifði hrotta­legt banatilræðið af

Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Svín drekka bjór af bestu lyst

Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena.

Innlent
Fréttamynd

Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum

Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þétt­býli úti

Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum.

Innlent
Fréttamynd

Fundu lungnaorm í inn­fluttum hundi

Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju margir dauðir auðnutittlingar

Óvenju margar ábendingar hafa borist Matvælastofnun að undanförnu vegna dauðra auðnutittlinga. Ábendingarnar hafa borist af öllu landinu frá fólki sem reglulega gefur smáfuglum að éta. 

Innlent
Fréttamynd

Hnúfu­bakur í Hafnarfjarðarhöfn

Hnúfubakur hefur spókað sig um í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Hvalurinn hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkur sést í höfninni.

Innlent
Fréttamynd

Þrír kið­lingar fæddir – Vorstemming í sveitinni

Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu.

Lífið
Fréttamynd

Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum

Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. 

Erlent
Fréttamynd

Á leið inn í Grinda­vík að sækja kindur

Sigrún Eggertsdóttir, fjárbóndi er nú á leið inn í Grindavík í fylgd björgunarsveitarfólks til að sækja kindurnar sínar. Kindurnar hafa verið án matar frá því á laugardag og óljóst um ástandið á þeim. 

Innlent
Fréttamynd

32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili

Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. 

Innlent
Fréttamynd

Fjölda­dauði sela rakinn til H5N1

Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1.

Erlent
Fréttamynd

Lét af­lífa hvolpinn og fær engar skaða­bætur

Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum.

Innlent
Fréttamynd

Vel­ferð dýra framar at­vinnu­frelsi til pyntinga

Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar.

Skoðun
Fréttamynd

Banna ræktun og slátrun hunda til mann­eldis

Ný lög hafa verið samþykkt í Suður-Kóreu sem miða að því að binda enda á slátrun og sölu hundakjöts. Markmiðið er að útrýma þeim sið að leggja sér kjötið til munns árið 2027.

Erlent
Fréttamynd

Forystukindin Mæja og mandarínurnar hennar

Forystukindin Mæja á Eyrarbakka er engin venjuleg kind því það sem henni þykir best að borða eru mandarínur, helst með berkinum og svo er hún líka hrifin af allskonar grænmeti.

Lífið