Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 14:14 Diego er einn frægasti köttur landsins og er fastagestur í A4 í Skeifunni. Hulda Sigrún Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. „Eina sem við vitum er bara það sem við sáum á öryggismyndavélum. Það kemur einstaklingur inn, klappar honum, tekur hann og labbar í burtu,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni. Aðspurð telur hún líklegt að viðkomandi hafi verið þar á ferðinni sérstaklega til að nálgast köttinn en ekki til að versla. „Væntanlega sérstaklega til að nálgast köttinn vegna þess að hann kemur bara beint inn, að kettinum og út. Þetta er innan við ein mínúta,“ útskýrir Sigurborg. „Ég lét eigandann vita að við værum með myndskeið þannig að hún gæti haft samband við lögreglu upp á að lögreglan gæti þá komið og séð myndskeiðið hjá okkur.“ Diego á sitt eigið bæli í versluninni og er sárt saknað að sögn Sigurborgar en alla jafna leggi hann leið sína í verslunina nær daglega. Hún hvetur þann sem kann að hafa Diego að skila honum til síns heima. Kettir Lögreglumál Dýr Reykjavík Kötturinn Diegó Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
„Eina sem við vitum er bara það sem við sáum á öryggismyndavélum. Það kemur einstaklingur inn, klappar honum, tekur hann og labbar í burtu,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni. Aðspurð telur hún líklegt að viðkomandi hafi verið þar á ferðinni sérstaklega til að nálgast köttinn en ekki til að versla. „Væntanlega sérstaklega til að nálgast köttinn vegna þess að hann kemur bara beint inn, að kettinum og út. Þetta er innan við ein mínúta,“ útskýrir Sigurborg. „Ég lét eigandann vita að við værum með myndskeið þannig að hún gæti haft samband við lögreglu upp á að lögreglan gæti þá komið og séð myndskeiðið hjá okkur.“ Diego á sitt eigið bæli í versluninni og er sárt saknað að sögn Sigurborgar en alla jafna leggi hann leið sína í verslunina nær daglega. Hún hvetur þann sem kann að hafa Diego að skila honum til síns heima.
Kettir Lögreglumál Dýr Reykjavík Kötturinn Diegó Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira