Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:37 Diego lætur gjarnan fara vel um sig í A4 í Skeifunni. Vísir Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“ Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“
Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira