Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 23:58 Konan var sökuð um að hafa ofsótt hundafóðrarann og fjölskyldu hennar. Vísir/Vilhelm Kona var í dag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness. Hún var sökuð um að hafa fitað hund af tegundinni corgi á fóðurheimili. Málsatvik eru þau að sú sýknaða auglýsti í júlí 2023 eftir góðu fóðurheimili fyrir tveggja ára tík af tegundinni Pembroke Welsh Corgi. Um sýningarhund var að ræða sem lýst er í dómnum sem orkumiklum og miklum útivistarhundi. Kona setti sig í samband við Elenu samdægurs og tók strax við hundinum. Þær gerðu skriflegan fóðursamning seinna sama ár. Hundurinn yrði enn sem áður í eigu hinnar sýknuðu. Mátti ekki þyngjast meira Í smáskilaboðum milli málsaðila frá því í ágúst 2023 kemur fram að hundurinn sé orðinn ellefu kíló og tekur sú sýknaða sérstaklega fram að hann megi alls ekki þyngjast meira. Ellefu kíló séu hámark fyrir hundinn. Hún biður um að hundurinn sé látinn hlaupa frjáls úti en ekki í taumi. Hún lét jafnframt vita af hundasýningu á vegum Hundaræktarfélags Íslands þann annan mars 2024 sem hundurinn, sem heitir Farta, væri skráð í. Hún ítrekaði þá einnig að Farta væri orðin of feit og væri ekki látin hreyfa sig nægilega mikið. Annan febrúar þessa árs sendi lögmaður stefnanda hinni stefndu bréf þar sem fram kom að hún hefði áhyggjur af hundinum. Sú sýknaða hafi reynt að taka hann af stefnanda án samþykkis hennar 30. janúar með því að senda tvo menn á heimili hennar á meðan hún var ekki heima. Lagt var til að fóðursamningnum yrði sagt upp og að kaupsamningur yrði gerður í staðinn. Huglægt mat að hundurinn væri feitur Lögmaður hinnar sýknuðu mótmælti bréfinu og sagði lögreglu hafa farið að heimili hennar og ekki á vegum hinnar sýknuðu. Seinna kom það á daginn að tilkynnt hefði verið um vanrækslu hunds. Lögmaður stefnanda svaraði þessu og mótmælti því að hundurinn væri of þungur þar sem hvorki lægi fyrir mat dómara eða dýralæknis. Það væri huglægt mat að hundurinn væri feitur. Stefnandi bauðst til að kaupa Förtu á hundrað þúsund krónur. Önnur sáttartillaga var sú að fóðursamningnum yrði rift og að greiddar yrðu bætur upp á 811 þúsund krónur auk lögmannskostnaðar og miskabóta. Hundasýningin sem Farta var skráð á fór fram þann annan mars á þessu ári og kom stefnandi þangða með hundinn. Sú sýknaða kvaðst fyrir dóminum hafa afhent stefnanda þar yfirlýsingu um riftun á fóðursamningnum. Stefnandi sýndi þeirri sýknuðu hundinn og sagðist þá hafa afhent dóttur sinni hann og farið með aðra hunda sem hún var einnig að sýna í sýningarhring. Sauð upp úr á hundasýningu Seinna sama dag varð orðasenna á milli stefnanda og dóttur hinnar sýknuðu vegna hundsins og fram kemur í dómnum að lögregla hafi verið kölluð til. Umsögn barst svo frá HRFÍ þann annan og þriðja mars þar sem fram kemur að Farta hafi verið sýnd í þungu ásigkomulagi og að hún þurfi að fara í megrun. Þrátt fyrir það vann hún annað sætið í opnum flokki og hlaut einkunnina very good. Fram kemur í dómnum einnig að eiginmaður stefnanda hafi glímt við mikla streitu þar sem stefnda hefði verið að áreita þau hjónin í fleiri mánuði. Þau hafi upplifað það þannig að þau hefðu verði í stöðugri hættu á að Farta yrði tekin af þeim færu þau með hana út. Stefnandi hafði einnig áhyggjur af því að stefnda hefði ætlað sér frekar að hagnast á hundinum en að annast hann af heilindum. Þá hafi hún einnig upplifað líkamlega árás frá stefndu þar sem hún hafi ráðist að henni á hundasýningunni eins og fram kom. Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Stefnandi krafðist skaðabóta af stefndu, eiganda hundsins, vegna málsins. Það er vegna alls þess tjóns sem hún hafi bakað henni með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun á fóðursamningnum. Hún hafi strax frá móttöku riftunaryfirlýsingarinnar mótmælt henni harðlega og segir stefndu eki hafa haft neitt tilefni til riftunarinnar. Hún hélt því fram að hún hafi haft hund í umsjá sinni í tæpa átta mánuði án þess að fá fyrir það greitt og krafðist tveggja milljóna króna fyrir. Þá krafðist hún einnig miskabóta upp á tvær milljónir krafa vegna móðgunar. Hundaræktarsamfélagið sé lítið og ljóst að æra hennar og virðing hafi beðið hnekki af atvikum málsins. Heildarkrafa var því fjórar milljónir. Sú stefnda hafnaði þessum kröfum og sagði máli sínu til stuðnings að fóðursamningar séu staðlaðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Ákvæði um réttindi og skyldur varðandi sýningahunda komi skýrt fram hjá þeim. Einnig hafi stefnandi fóðrað Förtu of mikið og ekki sinnt hreyfingu hennar nægilega vel. Hundurinn hafi þyngst um þriðjung líkamsþyngdar sinnar á því tímabili sem hér um ræðir. Átti að vera í keppnisformi Dómari tók undir með hinni stefndu og taldi að ljóst væri að stefnanda mætti vera kunnugt að henni bæri að hafa hundinn í því formi að hann gæti keppt til verðlauna á sýningum eða keppnum. Ítrekað hafi komið fram í samskiptum þeirra tveggja að ræktanda var mikið í mun að hundurinn myndi ekki fitna eins og hann gerði í umsjá stefnanda. Stefnda var sýknuð af kröfum stefnanda og henni gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Dóminn má lesa í heild sinni með því að smella hér. Dómsmál Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Málsatvik eru þau að sú sýknaða auglýsti í júlí 2023 eftir góðu fóðurheimili fyrir tveggja ára tík af tegundinni Pembroke Welsh Corgi. Um sýningarhund var að ræða sem lýst er í dómnum sem orkumiklum og miklum útivistarhundi. Kona setti sig í samband við Elenu samdægurs og tók strax við hundinum. Þær gerðu skriflegan fóðursamning seinna sama ár. Hundurinn yrði enn sem áður í eigu hinnar sýknuðu. Mátti ekki þyngjast meira Í smáskilaboðum milli málsaðila frá því í ágúst 2023 kemur fram að hundurinn sé orðinn ellefu kíló og tekur sú sýknaða sérstaklega fram að hann megi alls ekki þyngjast meira. Ellefu kíló séu hámark fyrir hundinn. Hún biður um að hundurinn sé látinn hlaupa frjáls úti en ekki í taumi. Hún lét jafnframt vita af hundasýningu á vegum Hundaræktarfélags Íslands þann annan mars 2024 sem hundurinn, sem heitir Farta, væri skráð í. Hún ítrekaði þá einnig að Farta væri orðin of feit og væri ekki látin hreyfa sig nægilega mikið. Annan febrúar þessa árs sendi lögmaður stefnanda hinni stefndu bréf þar sem fram kom að hún hefði áhyggjur af hundinum. Sú sýknaða hafi reynt að taka hann af stefnanda án samþykkis hennar 30. janúar með því að senda tvo menn á heimili hennar á meðan hún var ekki heima. Lagt var til að fóðursamningnum yrði sagt upp og að kaupsamningur yrði gerður í staðinn. Huglægt mat að hundurinn væri feitur Lögmaður hinnar sýknuðu mótmælti bréfinu og sagði lögreglu hafa farið að heimili hennar og ekki á vegum hinnar sýknuðu. Seinna kom það á daginn að tilkynnt hefði verið um vanrækslu hunds. Lögmaður stefnanda svaraði þessu og mótmælti því að hundurinn væri of þungur þar sem hvorki lægi fyrir mat dómara eða dýralæknis. Það væri huglægt mat að hundurinn væri feitur. Stefnandi bauðst til að kaupa Förtu á hundrað þúsund krónur. Önnur sáttartillaga var sú að fóðursamningnum yrði rift og að greiddar yrðu bætur upp á 811 þúsund krónur auk lögmannskostnaðar og miskabóta. Hundasýningin sem Farta var skráð á fór fram þann annan mars á þessu ári og kom stefnandi þangða með hundinn. Sú sýknaða kvaðst fyrir dóminum hafa afhent stefnanda þar yfirlýsingu um riftun á fóðursamningnum. Stefnandi sýndi þeirri sýknuðu hundinn og sagðist þá hafa afhent dóttur sinni hann og farið með aðra hunda sem hún var einnig að sýna í sýningarhring. Sauð upp úr á hundasýningu Seinna sama dag varð orðasenna á milli stefnanda og dóttur hinnar sýknuðu vegna hundsins og fram kemur í dómnum að lögregla hafi verið kölluð til. Umsögn barst svo frá HRFÍ þann annan og þriðja mars þar sem fram kemur að Farta hafi verið sýnd í þungu ásigkomulagi og að hún þurfi að fara í megrun. Þrátt fyrir það vann hún annað sætið í opnum flokki og hlaut einkunnina very good. Fram kemur í dómnum einnig að eiginmaður stefnanda hafi glímt við mikla streitu þar sem stefnda hefði verið að áreita þau hjónin í fleiri mánuði. Þau hafi upplifað það þannig að þau hefðu verði í stöðugri hættu á að Farta yrði tekin af þeim færu þau með hana út. Stefnandi hafði einnig áhyggjur af því að stefnda hefði ætlað sér frekar að hagnast á hundinum en að annast hann af heilindum. Þá hafi hún einnig upplifað líkamlega árás frá stefndu þar sem hún hafi ráðist að henni á hundasýningunni eins og fram kom. Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Stefnandi krafðist skaðabóta af stefndu, eiganda hundsins, vegna málsins. Það er vegna alls þess tjóns sem hún hafi bakað henni með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun á fóðursamningnum. Hún hafi strax frá móttöku riftunaryfirlýsingarinnar mótmælt henni harðlega og segir stefndu eki hafa haft neitt tilefni til riftunarinnar. Hún hélt því fram að hún hafi haft hund í umsjá sinni í tæpa átta mánuði án þess að fá fyrir það greitt og krafðist tveggja milljóna króna fyrir. Þá krafðist hún einnig miskabóta upp á tvær milljónir krafa vegna móðgunar. Hundaræktarsamfélagið sé lítið og ljóst að æra hennar og virðing hafi beðið hnekki af atvikum málsins. Heildarkrafa var því fjórar milljónir. Sú stefnda hafnaði þessum kröfum og sagði máli sínu til stuðnings að fóðursamningar séu staðlaðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Ákvæði um réttindi og skyldur varðandi sýningahunda komi skýrt fram hjá þeim. Einnig hafi stefnandi fóðrað Förtu of mikið og ekki sinnt hreyfingu hennar nægilega vel. Hundurinn hafi þyngst um þriðjung líkamsþyngdar sinnar á því tímabili sem hér um ræðir. Átti að vera í keppnisformi Dómari tók undir með hinni stefndu og taldi að ljóst væri að stefnanda mætti vera kunnugt að henni bæri að hafa hundinn í því formi að hann gæti keppt til verðlauna á sýningum eða keppnum. Ítrekað hafi komið fram í samskiptum þeirra tveggja að ræktanda var mikið í mun að hundurinn myndi ekki fitna eins og hann gerði í umsjá stefnanda. Stefnda var sýknuð af kröfum stefnanda og henni gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Dóminn má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Dómsmál Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira