Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 23:58 Konan var sökuð um að hafa ofsótt hundafóðrarann og fjölskyldu hennar. Vísir/Vilhelm Kona var í dag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness. Hún var sökuð um að hafa fitað hund af tegundinni corgi á fóðurheimili. Málsatvik eru þau að sú sýknaða auglýsti í júlí 2023 eftir góðu fóðurheimili fyrir tveggja ára tík af tegundinni Pembroke Welsh Corgi. Um sýningarhund var að ræða sem lýst er í dómnum sem orkumiklum og miklum útivistarhundi. Kona setti sig í samband við Elenu samdægurs og tók strax við hundinum. Þær gerðu skriflegan fóðursamning seinna sama ár. Hundurinn yrði enn sem áður í eigu hinnar sýknuðu. Mátti ekki þyngjast meira Í smáskilaboðum milli málsaðila frá því í ágúst 2023 kemur fram að hundurinn sé orðinn ellefu kíló og tekur sú sýknaða sérstaklega fram að hann megi alls ekki þyngjast meira. Ellefu kíló séu hámark fyrir hundinn. Hún biður um að hundurinn sé látinn hlaupa frjáls úti en ekki í taumi. Hún lét jafnframt vita af hundasýningu á vegum Hundaræktarfélags Íslands þann annan mars 2024 sem hundurinn, sem heitir Farta, væri skráð í. Hún ítrekaði þá einnig að Farta væri orðin of feit og væri ekki látin hreyfa sig nægilega mikið. Annan febrúar þessa árs sendi lögmaður stefnanda hinni stefndu bréf þar sem fram kom að hún hefði áhyggjur af hundinum. Sú sýknaða hafi reynt að taka hann af stefnanda án samþykkis hennar 30. janúar með því að senda tvo menn á heimili hennar á meðan hún var ekki heima. Lagt var til að fóðursamningnum yrði sagt upp og að kaupsamningur yrði gerður í staðinn. Huglægt mat að hundurinn væri feitur Lögmaður hinnar sýknuðu mótmælti bréfinu og sagði lögreglu hafa farið að heimili hennar og ekki á vegum hinnar sýknuðu. Seinna kom það á daginn að tilkynnt hefði verið um vanrækslu hunds. Lögmaður stefnanda svaraði þessu og mótmælti því að hundurinn væri of þungur þar sem hvorki lægi fyrir mat dómara eða dýralæknis. Það væri huglægt mat að hundurinn væri feitur. Stefnandi bauðst til að kaupa Förtu á hundrað þúsund krónur. Önnur sáttartillaga var sú að fóðursamningnum yrði rift og að greiddar yrðu bætur upp á 811 þúsund krónur auk lögmannskostnaðar og miskabóta. Hundasýningin sem Farta var skráð á fór fram þann annan mars á þessu ári og kom stefnandi þangða með hundinn. Sú sýknaða kvaðst fyrir dóminum hafa afhent stefnanda þar yfirlýsingu um riftun á fóðursamningnum. Stefnandi sýndi þeirri sýknuðu hundinn og sagðist þá hafa afhent dóttur sinni hann og farið með aðra hunda sem hún var einnig að sýna í sýningarhring. Sauð upp úr á hundasýningu Seinna sama dag varð orðasenna á milli stefnanda og dóttur hinnar sýknuðu vegna hundsins og fram kemur í dómnum að lögregla hafi verið kölluð til. Umsögn barst svo frá HRFÍ þann annan og þriðja mars þar sem fram kemur að Farta hafi verið sýnd í þungu ásigkomulagi og að hún þurfi að fara í megrun. Þrátt fyrir það vann hún annað sætið í opnum flokki og hlaut einkunnina very good. Fram kemur í dómnum einnig að eiginmaður stefnanda hafi glímt við mikla streitu þar sem stefnda hefði verið að áreita þau hjónin í fleiri mánuði. Þau hafi upplifað það þannig að þau hefðu verði í stöðugri hættu á að Farta yrði tekin af þeim færu þau með hana út. Stefnandi hafði einnig áhyggjur af því að stefnda hefði ætlað sér frekar að hagnast á hundinum en að annast hann af heilindum. Þá hafi hún einnig upplifað líkamlega árás frá stefndu þar sem hún hafi ráðist að henni á hundasýningunni eins og fram kom. Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Stefnandi krafðist skaðabóta af stefndu, eiganda hundsins, vegna málsins. Það er vegna alls þess tjóns sem hún hafi bakað henni með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun á fóðursamningnum. Hún hafi strax frá móttöku riftunaryfirlýsingarinnar mótmælt henni harðlega og segir stefndu eki hafa haft neitt tilefni til riftunarinnar. Hún hélt því fram að hún hafi haft hund í umsjá sinni í tæpa átta mánuði án þess að fá fyrir það greitt og krafðist tveggja milljóna króna fyrir. Þá krafðist hún einnig miskabóta upp á tvær milljónir krafa vegna móðgunar. Hundaræktarsamfélagið sé lítið og ljóst að æra hennar og virðing hafi beðið hnekki af atvikum málsins. Heildarkrafa var því fjórar milljónir. Sú stefnda hafnaði þessum kröfum og sagði máli sínu til stuðnings að fóðursamningar séu staðlaðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Ákvæði um réttindi og skyldur varðandi sýningahunda komi skýrt fram hjá þeim. Einnig hafi stefnandi fóðrað Förtu of mikið og ekki sinnt hreyfingu hennar nægilega vel. Hundurinn hafi þyngst um þriðjung líkamsþyngdar sinnar á því tímabili sem hér um ræðir. Átti að vera í keppnisformi Dómari tók undir með hinni stefndu og taldi að ljóst væri að stefnanda mætti vera kunnugt að henni bæri að hafa hundinn í því formi að hann gæti keppt til verðlauna á sýningum eða keppnum. Ítrekað hafi komið fram í samskiptum þeirra tveggja að ræktanda var mikið í mun að hundurinn myndi ekki fitna eins og hann gerði í umsjá stefnanda. Stefnda var sýknuð af kröfum stefnanda og henni gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Dóminn má lesa í heild sinni með því að smella hér. Dómsmál Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Málsatvik eru þau að sú sýknaða auglýsti í júlí 2023 eftir góðu fóðurheimili fyrir tveggja ára tík af tegundinni Pembroke Welsh Corgi. Um sýningarhund var að ræða sem lýst er í dómnum sem orkumiklum og miklum útivistarhundi. Kona setti sig í samband við Elenu samdægurs og tók strax við hundinum. Þær gerðu skriflegan fóðursamning seinna sama ár. Hundurinn yrði enn sem áður í eigu hinnar sýknuðu. Mátti ekki þyngjast meira Í smáskilaboðum milli málsaðila frá því í ágúst 2023 kemur fram að hundurinn sé orðinn ellefu kíló og tekur sú sýknaða sérstaklega fram að hann megi alls ekki þyngjast meira. Ellefu kíló séu hámark fyrir hundinn. Hún biður um að hundurinn sé látinn hlaupa frjáls úti en ekki í taumi. Hún lét jafnframt vita af hundasýningu á vegum Hundaræktarfélags Íslands þann annan mars 2024 sem hundurinn, sem heitir Farta, væri skráð í. Hún ítrekaði þá einnig að Farta væri orðin of feit og væri ekki látin hreyfa sig nægilega mikið. Annan febrúar þessa árs sendi lögmaður stefnanda hinni stefndu bréf þar sem fram kom að hún hefði áhyggjur af hundinum. Sú sýknaða hafi reynt að taka hann af stefnanda án samþykkis hennar 30. janúar með því að senda tvo menn á heimili hennar á meðan hún var ekki heima. Lagt var til að fóðursamningnum yrði sagt upp og að kaupsamningur yrði gerður í staðinn. Huglægt mat að hundurinn væri feitur Lögmaður hinnar sýknuðu mótmælti bréfinu og sagði lögreglu hafa farið að heimili hennar og ekki á vegum hinnar sýknuðu. Seinna kom það á daginn að tilkynnt hefði verið um vanrækslu hunds. Lögmaður stefnanda svaraði þessu og mótmælti því að hundurinn væri of þungur þar sem hvorki lægi fyrir mat dómara eða dýralæknis. Það væri huglægt mat að hundurinn væri feitur. Stefnandi bauðst til að kaupa Förtu á hundrað þúsund krónur. Önnur sáttartillaga var sú að fóðursamningnum yrði rift og að greiddar yrðu bætur upp á 811 þúsund krónur auk lögmannskostnaðar og miskabóta. Hundasýningin sem Farta var skráð á fór fram þann annan mars á þessu ári og kom stefnandi þangða með hundinn. Sú sýknaða kvaðst fyrir dóminum hafa afhent stefnanda þar yfirlýsingu um riftun á fóðursamningnum. Stefnandi sýndi þeirri sýknuðu hundinn og sagðist þá hafa afhent dóttur sinni hann og farið með aðra hunda sem hún var einnig að sýna í sýningarhring. Sauð upp úr á hundasýningu Seinna sama dag varð orðasenna á milli stefnanda og dóttur hinnar sýknuðu vegna hundsins og fram kemur í dómnum að lögregla hafi verið kölluð til. Umsögn barst svo frá HRFÍ þann annan og þriðja mars þar sem fram kemur að Farta hafi verið sýnd í þungu ásigkomulagi og að hún þurfi að fara í megrun. Þrátt fyrir það vann hún annað sætið í opnum flokki og hlaut einkunnina very good. Fram kemur í dómnum einnig að eiginmaður stefnanda hafi glímt við mikla streitu þar sem stefnda hefði verið að áreita þau hjónin í fleiri mánuði. Þau hafi upplifað það þannig að þau hefðu verði í stöðugri hættu á að Farta yrði tekin af þeim færu þau með hana út. Stefnandi hafði einnig áhyggjur af því að stefnda hefði ætlað sér frekar að hagnast á hundinum en að annast hann af heilindum. Þá hafi hún einnig upplifað líkamlega árás frá stefndu þar sem hún hafi ráðist að henni á hundasýningunni eins og fram kom. Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Stefnandi krafðist skaðabóta af stefndu, eiganda hundsins, vegna málsins. Það er vegna alls þess tjóns sem hún hafi bakað henni með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun á fóðursamningnum. Hún hafi strax frá móttöku riftunaryfirlýsingarinnar mótmælt henni harðlega og segir stefndu eki hafa haft neitt tilefni til riftunarinnar. Hún hélt því fram að hún hafi haft hund í umsjá sinni í tæpa átta mánuði án þess að fá fyrir það greitt og krafðist tveggja milljóna króna fyrir. Þá krafðist hún einnig miskabóta upp á tvær milljónir krafa vegna móðgunar. Hundaræktarsamfélagið sé lítið og ljóst að æra hennar og virðing hafi beðið hnekki af atvikum málsins. Heildarkrafa var því fjórar milljónir. Sú stefnda hafnaði þessum kröfum og sagði máli sínu til stuðnings að fóðursamningar séu staðlaðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Ákvæði um réttindi og skyldur varðandi sýningahunda komi skýrt fram hjá þeim. Einnig hafi stefnandi fóðrað Förtu of mikið og ekki sinnt hreyfingu hennar nægilega vel. Hundurinn hafi þyngst um þriðjung líkamsþyngdar sinnar á því tímabili sem hér um ræðir. Átti að vera í keppnisformi Dómari tók undir með hinni stefndu og taldi að ljóst væri að stefnanda mætti vera kunnugt að henni bæri að hafa hundinn í því formi að hann gæti keppt til verðlauna á sýningum eða keppnum. Ítrekað hafi komið fram í samskiptum þeirra tveggja að ræktanda var mikið í mun að hundurinn myndi ekki fitna eins og hann gerði í umsjá stefnanda. Stefnda var sýknuð af kröfum stefnanda og henni gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Dóminn má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Dómsmál Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira