Fjölmiðlar Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. Innlent 14.12.2022 19:17 Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Innlent 14.12.2022 18:06 Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. Innlent 14.12.2022 16:27 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:01 Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Innlent 14.12.2022 11:41 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:48 Þumalputtareglan að svara gagnrýni Almannatengill segir almennt ekki vænlegt til árangurs að bíða opinbera gagnrýni af sér, þegjandi og hljóðalaust. Yfirleitt sé betra að svara eða sýna að verið sé að hlusta. Reglan er þó ekki undantekningarlaus. Innlent 12.12.2022 22:40 Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. Innlent 12.12.2022 19:30 „Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk RÚV“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði starfsfólk Ríkisútvarpsins að umtalsefni í ræðu sem hann flutti undir liðnum „um fundarstjórn forseta“ þar sem hann fullyrti að það væri viðtekin venja að Gísli Marteinn Baldursson og gestir hans hefðu í frammi „misnotkun og dónaskap“. Innlent 6.12.2022 16:17 Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. Erlent 6.12.2022 08:35 Lovísa nýr fréttastjóri hjá Fréttablaðinu Lovísa Arnardóttir hefur verið ráðin fréttastjóri hjá Fréttablaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá fjölmiðlum Torgs síðastliðin fimm ár. Viðskipti innlent 30.11.2022 14:42 Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Fótbolti 30.11.2022 11:31 Stöðugildum fækkað og nýir framkvæmdastjórar ráðnir Stjórn Sýnar hefur samþykkt nýtt skipulag félagsins sem miðar meðal annars að því að bæta arðsemi félagsins, einfalda starfsemina og búa félagið undir frekari vöxt. Stöðugildum verður fækkað og nýir framkvæmdastjórar verða ráðnir. Viðskipti innlent 29.11.2022 09:04 Bræður berjast fyrir bótum vegna Brúneggjamálsins Aðalmeðferð í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er í annað skiptið sem eggjaframleiðendurnir láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Innlent 28.11.2022 11:26 Fyrirtæki Kristjáns í Samherja framleiðir Áramótaskaupið í ár Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og stofnandi Samherja, er eigandi framleiðslufyrirtækisins S800 ehf. Fyrirtækið sér um framleiðslu Áramótaskaups Ríkisútvarpsins í ár. Innlent 25.11.2022 17:01 Frá Fiskifréttum og til Hjálparstarfs kirkjunnar Svavar Hávarðsson hefur hafið störf sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Svavar hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri frá árinu 2006. Viðskipti innlent 25.11.2022 12:07 Róbert Wessmann tekinn af Mannlífi Allar fréttir um Róbert Wessmann, eiganda lyfjafyrirtækisins Alvogen, eru horfnar af vef fjölmiðilsins Mannlíf. Halldór Kristmannsson, sem hefur átt í deilum við Róbert segir hvarf fréttanna ekki tengjast sátt milli hans og Róberts. Innlent 23.11.2022 19:21 Biðjast afsökunar á óviðeigandi orði í orðarugli Ritstjórn Morgunblaðsins hefur beðist velvirðingar á því að fyrir slysni hafi orðið „hópnauðgun“ verið hluti af orðarugli blaðsins í gær. Orðið hafi átt að vera fjarlægt fyrir birtingu. Innlent 22.11.2022 18:06 Valur floginn út og inn flögrar eiginkona eigandans Verulegar breytingar standa fyrir dyrum á fjölmiðlinum Grapevine, sem gefinn er út á Íslandi en á ensku og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin árin og áratugina reyndar. Valur Grettisson lætur af störfum eftir fimm ára setu í ritstjórastóli. Innlent 22.11.2022 17:04 Inga sakar andstæðinga sína á þingi um popúlisma og bellibrögð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sakar þingmenn annarra flokka um popúlisma, fláræði og sýndarmennsku. Þeir segi eitt í kosningabaráttu sem reynast svo orðin tóm. Innlent 21.11.2022 10:33 Tölvuárás gerð á Mbl.is Tölvuárás var gerð á vefinn Mbl.is fyrr í dag. Vefsíðan hefur legið niðri nú í einn og hálfan tíma. Viðskipti innlent 19.11.2022 15:42 Dómurinn yfir Eiríki á Omega fyrir skattsvik staðfestur Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sjónvarpsmanninum Eiríki Sigurbjörnssyni, oftar kenndur við kristilegu stöðina Omega. Hann þarf að greiða 109 milljónir í sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Viðskipti innlent 18.11.2022 14:09 Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Innlent 18.11.2022 13:28 RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. Skoðun 18.11.2022 09:01 Í ljósi sögunnar snýr aftur á morgun Í ljósi sögunnar snýr aftur á morgun í stjórn Veru Illugadóttur en nokkrir mánuðir eru síðan síðasti þáttur kom út. Lífið 17.11.2022 11:39 „Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. Fótbolti 16.11.2022 21:31 Blaðamenn Kjarnans vilja milljónir frá Páli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. Innlent 12.11.2022 08:38 Fjölmiðillinn 24 miðlar tekinn til gjaldþrotaskipta eftir stutta en stormasama sögu Vefmiðillinn 24 miðlar ehf. var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið á miðlinum en síðasta verk tveggja starfsmanna var að birta grein þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Viðskipti innlent 11.11.2022 12:28 Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. Viðskipti innlent 10.11.2022 16:33 Björn hættir sem ritstjóri DV Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs. Viðskipti innlent 10.11.2022 10:46 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 88 ›
Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. Innlent 14.12.2022 19:17
Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Innlent 14.12.2022 18:06
Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. Innlent 14.12.2022 16:27
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:01
Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Innlent 14.12.2022 11:41
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:48
Þumalputtareglan að svara gagnrýni Almannatengill segir almennt ekki vænlegt til árangurs að bíða opinbera gagnrýni af sér, þegjandi og hljóðalaust. Yfirleitt sé betra að svara eða sýna að verið sé að hlusta. Reglan er þó ekki undantekningarlaus. Innlent 12.12.2022 22:40
Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. Innlent 12.12.2022 19:30
„Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk RÚV“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði starfsfólk Ríkisútvarpsins að umtalsefni í ræðu sem hann flutti undir liðnum „um fundarstjórn forseta“ þar sem hann fullyrti að það væri viðtekin venja að Gísli Marteinn Baldursson og gestir hans hefðu í frammi „misnotkun og dónaskap“. Innlent 6.12.2022 16:17
Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. Erlent 6.12.2022 08:35
Lovísa nýr fréttastjóri hjá Fréttablaðinu Lovísa Arnardóttir hefur verið ráðin fréttastjóri hjá Fréttablaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá fjölmiðlum Torgs síðastliðin fimm ár. Viðskipti innlent 30.11.2022 14:42
Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Fótbolti 30.11.2022 11:31
Stöðugildum fækkað og nýir framkvæmdastjórar ráðnir Stjórn Sýnar hefur samþykkt nýtt skipulag félagsins sem miðar meðal annars að því að bæta arðsemi félagsins, einfalda starfsemina og búa félagið undir frekari vöxt. Stöðugildum verður fækkað og nýir framkvæmdastjórar verða ráðnir. Viðskipti innlent 29.11.2022 09:04
Bræður berjast fyrir bótum vegna Brúneggjamálsins Aðalmeðferð í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er í annað skiptið sem eggjaframleiðendurnir láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Innlent 28.11.2022 11:26
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja framleiðir Áramótaskaupið í ár Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og stofnandi Samherja, er eigandi framleiðslufyrirtækisins S800 ehf. Fyrirtækið sér um framleiðslu Áramótaskaups Ríkisútvarpsins í ár. Innlent 25.11.2022 17:01
Frá Fiskifréttum og til Hjálparstarfs kirkjunnar Svavar Hávarðsson hefur hafið störf sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Svavar hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri frá árinu 2006. Viðskipti innlent 25.11.2022 12:07
Róbert Wessmann tekinn af Mannlífi Allar fréttir um Róbert Wessmann, eiganda lyfjafyrirtækisins Alvogen, eru horfnar af vef fjölmiðilsins Mannlíf. Halldór Kristmannsson, sem hefur átt í deilum við Róbert segir hvarf fréttanna ekki tengjast sátt milli hans og Róberts. Innlent 23.11.2022 19:21
Biðjast afsökunar á óviðeigandi orði í orðarugli Ritstjórn Morgunblaðsins hefur beðist velvirðingar á því að fyrir slysni hafi orðið „hópnauðgun“ verið hluti af orðarugli blaðsins í gær. Orðið hafi átt að vera fjarlægt fyrir birtingu. Innlent 22.11.2022 18:06
Valur floginn út og inn flögrar eiginkona eigandans Verulegar breytingar standa fyrir dyrum á fjölmiðlinum Grapevine, sem gefinn er út á Íslandi en á ensku og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin árin og áratugina reyndar. Valur Grettisson lætur af störfum eftir fimm ára setu í ritstjórastóli. Innlent 22.11.2022 17:04
Inga sakar andstæðinga sína á þingi um popúlisma og bellibrögð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sakar þingmenn annarra flokka um popúlisma, fláræði og sýndarmennsku. Þeir segi eitt í kosningabaráttu sem reynast svo orðin tóm. Innlent 21.11.2022 10:33
Tölvuárás gerð á Mbl.is Tölvuárás var gerð á vefinn Mbl.is fyrr í dag. Vefsíðan hefur legið niðri nú í einn og hálfan tíma. Viðskipti innlent 19.11.2022 15:42
Dómurinn yfir Eiríki á Omega fyrir skattsvik staðfestur Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sjónvarpsmanninum Eiríki Sigurbjörnssyni, oftar kenndur við kristilegu stöðina Omega. Hann þarf að greiða 109 milljónir í sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Viðskipti innlent 18.11.2022 14:09
Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Innlent 18.11.2022 13:28
RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. Skoðun 18.11.2022 09:01
Í ljósi sögunnar snýr aftur á morgun Í ljósi sögunnar snýr aftur á morgun í stjórn Veru Illugadóttur en nokkrir mánuðir eru síðan síðasti þáttur kom út. Lífið 17.11.2022 11:39
„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. Fótbolti 16.11.2022 21:31
Blaðamenn Kjarnans vilja milljónir frá Páli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. Innlent 12.11.2022 08:38
Fjölmiðillinn 24 miðlar tekinn til gjaldþrotaskipta eftir stutta en stormasama sögu Vefmiðillinn 24 miðlar ehf. var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið á miðlinum en síðasta verk tveggja starfsmanna var að birta grein þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Viðskipti innlent 11.11.2022 12:28
Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. Viðskipti innlent 10.11.2022 16:33
Björn hættir sem ritstjóri DV Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs. Viðskipti innlent 10.11.2022 10:46
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent