1.434 beiðnir borist Google frá Íslandi um að fjarlægja 6.399 leitarniðurstöður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 06:43 Rétturinn til að gleymast á internetinu er umdeildur. Getty Google hafa borist 1.434 beiðnir frá Íslandi þar sem þess var óskað að samtals 6.399 leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar úr leitarvél stórfyrirtækisins, á grundvelli niðurstöðu Evrópudómstólsins frá árinu 2014. Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira