1.434 beiðnir borist Google frá Íslandi um að fjarlægja 6.399 leitarniðurstöður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 06:43 Rétturinn til að gleymast á internetinu er umdeildur. Getty Google hafa borist 1.434 beiðnir frá Íslandi þar sem þess var óskað að samtals 6.399 leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar úr leitarvél stórfyrirtækisins, á grundvelli niðurstöðu Evrópudómstólsins frá árinu 2014. Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira