Sveinn hlaut gullmerki Heimdallar Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:21 Formaður Heimdallar, Júlíus Viggó Ólafsson og Sveinn R. Eyjólfsson, handhafi gullmerkis Heimdallar Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félagsins á laugardag. Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns. Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns.
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira