Lífið

Ætlaði sér alltaf að verða leikari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gísli Marteinn stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins.
Gísli Marteinn stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins.

Sindri Sindrason hitti sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson á hans uppáhalds kaffihúsi Kaffi Vest í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég er alinn upp í Hólunum í Breiðholtinu og svo byggðu mamma og pabbi í Bergunum og ég var í Hólabrekkuskóla alla mína skólagöngu. Svo var pabbi kennari í FB og systir mín var líka í skólanum og mér fannst einhvern veginn að ég þyrfti að komast út úr hverfinu og því fór ég í Versló. Þetta var í rauninni í fyrsta skipti sem ég fór úr Hólunum, ég hafði bara verið þarna alltaf,“ segir Gísli og heldur áfram.

„Þarna var ég algjörlega harðákveðin í því að verða leikari. Ég var í öllum leikritum sem ég komst í og líka í Versló og þar var ég alltaf í aðalhlutverkum í þriðja, fjórða og fimmta bekk. Það var í rauninni bara á síðasta árinu í Versló sem ég hætti við það. Ég hafði alltaf áhuga á fjölmiðlum og tók til að mynda upp alla þættina hans Hemma Gunn á VHS og horfði á þá oft.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en áskrifendur geta séð hann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. 

Klippa: Ætlaði sér alltaf að verða leikari





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.