Ríkisútvarpið

Fréttamynd

Helga Margrét tekur við af Króla

Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Skref í rétta átt“ en ekki út­séð um þátt­töku Ís­lands

Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku.

Lífið
Fréttamynd

Breyta reglum um at­kvæða­greiðslu og kynningu laga í Euro­vision

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. 

Lífið
Fréttamynd

Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði

Aðeins 27 prósent svarenda nýrrar könnunnar segjast hlynnt því að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði. 36 prósent svarenda segjast ekki hafa skoðun á málinu og 38 prósent segjast andvíg veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­varp sumra lands­manna

Fullyrða má að fjölmiðlaheimurinn hafi nötrað í vikunni þegar útvarpsstjóri virtasta fjölmiðils heims, breska ríkisútvarpsins, sagði af sér vegna falsfréttar um Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Skoðun
Fréttamynd

„Jafn­vel Kringvarpið í Fær­eyjum flytur fréttir á ensku“

Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. 

Innlent
Fréttamynd

Al­gjör ó­vissa með Söngvakeppnina

Enn er óvissa hvað verður um Söngvakeppni Ríkisútvarpsins og frestur um að senda inn lög er enn í gildi. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvenær sá frestur rennur út en skipuleggjendur eru að sögn að skoða málið. Það ætti að skýrast á næstu dögum.

Lífið
Fréttamynd

RÚV brýtur á börnum

Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þorsti í auglýsingafé er tals­verður hjá Ríkis­út­varpinu“

Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnurnar þökkuðu Vig­dísi

Þakklæti sveif yfir vötnum í Bíó Paradís síðdegis í gær þegar myndin Takk Vigdís var frumsýnd fyrir troðfullum sal. Í myndinni ræðir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við fyrrum samstarfsfólk Vigdísar Finnbogadóttur, vini og fjölskyldu um forsetatíð hennar og þrautargönguna að embættinu. Þá rifja fjölmargir Íslendingar upp áhrifarík augnablik sem tengjast Vigdísi.

Lífið
Fréttamynd

Kosning hafin um sjón­varps­efni ársins

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói og kemur þá í ljós hver það verða sem þóttu standa fram úr í sjónvarpi á árunum 2023 og 2024.

Lífið
Fréttamynd

Til­nefningar fyrir árið 2024 birtar

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einka­rekna fjöl­miðla

Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­gátan um RÚV

Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Jón biðst inni­legrar af­sökunar á um­ræðu um Grinda­vík

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir það ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr Grindvíkingum eða sýna þeim vanvirðingu í umræðum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðasta föstudag. Hann biður þau innilegrar afsökunar á orðum sínum í færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingum blöskrar um­ræðan í Vikunni

Grindvíkingar eru margir móðgaðir eftir að hafa heyrt umræðuna sem spannst um heimabæ þeirra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag þar sem Jón Gnarr þingmaður var meðal gesta. Þeim blöskrar að talað sé um bæinn eins og hann sé glataður en einmitt þetta sama kvöld var íþróttamiðstöð Grindavíkur troðfull þar sem Grindvíkingar kepptu sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­for­maður RÚV vill að Ísrael verði tafar­laust vikið úr Euro­vision

Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­hildur tekur við Kveik

Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, hefur verið ráðin ritstjóri Kveiks og mun hefja störf um miðjan október. Hún segist þó munu sakna Heimildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja RÚV af auglýsingamarkaði

Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu vilja vera rit­stjóri Kveiks

Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri.

Innlent