RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar 27. desember 2025 14:00 Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna, segir á vef RÚV. Farið hefði vel á því að næsta setning væri í boðorðastíl: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er aðeins þörf á einum öflugum ljósvakamiðli með skýrt hlutverk, eins og RÚV hefur sem þjóðarmiðill með þríþætt meginmarkmið: að upplýsa, fræða og skemmta. Með lagabreytingum á níunda áratug síðustu aldar var opnað fyrir svokallaðan frjálsan útvarpsrekstur. Hugmyndin var sú að nýjar útvarpsstöðvar myndu kynda undir fjölbreytni. Raunin hefur orðið önnur. Einsleitni er lýsandi hugtak þegar hlustað er á einkareknu útvarpsstöðvarnar, auðvitað með fáeinum undantekningum. Flestar bjóða upp á lítið annað en síendurtekna vinsældatónlist og mas á misgóðri íslensku, nánast eins og diskótek. Talmálsstöðvarnar eru litlu betri og byggja því miður á öfgum, samsæriskenningum eða hugmyndafræðilegum einstrengingshætti. Þær auka skautun í samfélagsumræðunni sem við þurfum ekki á að halda. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um eflingu fjölmiðlunar segir að markmiðin séu skýr: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þegar litið er á nýbirtan lista yfir einkarekna fjölmiðla sem fá ríkisstyrki fyrir árið 2025 vaknar óhjákvæmilega spurningin: hvaða útvarpsstöðvar falla undir þessa skilgreiningu? Afsakið, en ég sé ekki hvernig stöðvar sem útvarpa fyrst og fremst alþjóðlegri vinsældatónlist, oft með lágmarks innlendri dagskrárgerð, gegna lykilhlutverki fyrir íslenska tungu, menningu, öryggi eða lýðræði. Að slíkar stöðvar fái tugi milljóna króna í rekstrarstuðning af almannafé nær einfaldlega engri átt. Auðvitað á ekki að meina neinum að reka útvarpsstöð eða miðil. Á samfélags- og hlaðvarpstímum getur sérhver einstaklingur verið fjölmiðill eða útvarpsstöð. En það er grundvallarmunur á tjáningarfrelsi og því að fá styrki úr sameiginlegum sjóðum. Skattfé á að þjóna almannahagsmunum. Punktur. Stöldrum aftur við markmið stjórnvalda: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þessi orð eiga augljóslega við um prent- og netmiðla sem sinna fréttamennsku, rannsóknarvinnu og opinberri umræðu með vísun í miðla eins og Vísi, Heimildina, Gímaldið og aðra sem starfa á grundvelli ritstjórnarlegrar ábyrgðar og faglegra viðmiða. Í því samhengi má með fullum rökum spyrja: þarf lítil þjóð eins og Íslendingar í raun nema einn sterkan, hlutlausan almannaþjónustumiðil? Miðil sem hefur lagaskyldu til fagmennsku, jafnvægis og menningarlegrar ábyrgðar. Líkast til er vandinn ekki sá að Ríkisútvarpið sé of stórt, heldur að RÚV sé einfaldlega of mikilvægt til að stjórnvöld veiki það enn frekar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Ríkisútvarpið Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna, segir á vef RÚV. Farið hefði vel á því að næsta setning væri í boðorðastíl: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er aðeins þörf á einum öflugum ljósvakamiðli með skýrt hlutverk, eins og RÚV hefur sem þjóðarmiðill með þríþætt meginmarkmið: að upplýsa, fræða og skemmta. Með lagabreytingum á níunda áratug síðustu aldar var opnað fyrir svokallaðan frjálsan útvarpsrekstur. Hugmyndin var sú að nýjar útvarpsstöðvar myndu kynda undir fjölbreytni. Raunin hefur orðið önnur. Einsleitni er lýsandi hugtak þegar hlustað er á einkareknu útvarpsstöðvarnar, auðvitað með fáeinum undantekningum. Flestar bjóða upp á lítið annað en síendurtekna vinsældatónlist og mas á misgóðri íslensku, nánast eins og diskótek. Talmálsstöðvarnar eru litlu betri og byggja því miður á öfgum, samsæriskenningum eða hugmyndafræðilegum einstrengingshætti. Þær auka skautun í samfélagsumræðunni sem við þurfum ekki á að halda. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um eflingu fjölmiðlunar segir að markmiðin séu skýr: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þegar litið er á nýbirtan lista yfir einkarekna fjölmiðla sem fá ríkisstyrki fyrir árið 2025 vaknar óhjákvæmilega spurningin: hvaða útvarpsstöðvar falla undir þessa skilgreiningu? Afsakið, en ég sé ekki hvernig stöðvar sem útvarpa fyrst og fremst alþjóðlegri vinsældatónlist, oft með lágmarks innlendri dagskrárgerð, gegna lykilhlutverki fyrir íslenska tungu, menningu, öryggi eða lýðræði. Að slíkar stöðvar fái tugi milljóna króna í rekstrarstuðning af almannafé nær einfaldlega engri átt. Auðvitað á ekki að meina neinum að reka útvarpsstöð eða miðil. Á samfélags- og hlaðvarpstímum getur sérhver einstaklingur verið fjölmiðill eða útvarpsstöð. En það er grundvallarmunur á tjáningarfrelsi og því að fá styrki úr sameiginlegum sjóðum. Skattfé á að þjóna almannahagsmunum. Punktur. Stöldrum aftur við markmið stjórnvalda: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þessi orð eiga augljóslega við um prent- og netmiðla sem sinna fréttamennsku, rannsóknarvinnu og opinberri umræðu með vísun í miðla eins og Vísi, Heimildina, Gímaldið og aðra sem starfa á grundvelli ritstjórnarlegrar ábyrgðar og faglegra viðmiða. Í því samhengi má með fullum rökum spyrja: þarf lítil þjóð eins og Íslendingar í raun nema einn sterkan, hlutlausan almannaþjónustumiðil? Miðil sem hefur lagaskyldu til fagmennsku, jafnvægis og menningarlegrar ábyrgðar. Líkast til er vandinn ekki sá að Ríkisútvarpið sé of stórt, heldur að RÚV sé einfaldlega of mikilvægt til að stjórnvöld veiki það enn frekar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun