„Vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast“ Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 11:22 Davíð er ekki mikið í að láta raunveruleikann trufla sig þegar hann bregður pennanum á loft í Morgunblaði sínu. Guðjón hefur aldrei heyrt þennan titil áður nefndan á bók sína. vísir/samsett Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins lagði í dag út frá slúðursögu í leiðara sínum sem er algerlega úr lausu lofti gripin. Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira