„Vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast“ Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 11:22 Davíð er ekki mikið í að láta raunveruleikann trufla sig þegar hann bregður pennanum á loft í Morgunblaði sínu. Guðjón hefur aldrei heyrt þennan titil áður nefndan á bók sína. vísir/samsett Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins lagði í dag út frá slúðursögu í leiðara sínum sem er algerlega úr lausu lofti gripin. Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira