Krakkar

Fréttamynd

Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“

Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin.

Lífið
Fréttamynd

Bjóða börnum að gerast listamenn

Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin.

Lífið
Fréttamynd

Yngsti ritstjóri landsins á höttunum eftir fréttariturum

Yngsti ritstjóri landsins, hinn tíu ára Auðunn Sölvi Hugason, ætlar að glæða fréttaflóruna með jákvæðum fréttum frá krökkum um allan heim. Hann stefnir á að verða leikari í framtíðinni en gæti hugsað sér að sinna blaðamennskunni í hlutastarfi.

Lífið
Fréttamynd

Vilja lesa fleiri en 776 þúsund setningar

Stefnan er að lesa fleiri en 776 þúsund íslenskar setningar inn í snjalltæki í þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í Smáraskóla í dag, en sá setningafjöldi er metið frá því í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku

Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning.

Innlent
Fréttamynd

Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár

Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin.

Lífið
Fréttamynd

Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar

Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 

Lífið
Fréttamynd

Árbæjarskóli vann Skrekk

Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf.

Menning
Fréttamynd

Seljaskóli og Hagaskóli áfram í úrslit Skrekks

Hagaskóli og Seljaskóli voru hlutskarpastir á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík í kvöld. Tvö hundruð og tuttugu ungmenni frá átta grunnskólum tóku þátt í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Fella­skóli og Lauga­lækjar­skóli komust í úr­slit Skrekks

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að keppendum fyrir sjónvarpsþáttinn Krakkakviss

Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Tólf ára Kristín Erla valin besta aðalleikkonan

Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson, var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tólf ára stúlka rakar af sér hárið fyrir gott mál­efni

Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir setti sér það markmið að safna fimm hundruð þúsund krónum til styrktar stuðningsfélaginu Krafti og raka af sér hárið þegar markmiðinu væri náð. Kraftur stendur Öglu Björk nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum.

Lífið
Fréttamynd

Leitinni að Ídu og Emil í Katt­holti lokið

Listrænir stjórnendur uppsetningar Borgarleikhússins á leiksýningu um Emil í Kattholti hafa nú hitt öll þau tólfhundruð börn sem sóttust eftir því að leika Emil eða litlu systur hans Ídu í uppsetningunni og tekið ákvörðun um hver hreppa hlutverkin.

Menning