„Hafnfirskar stelpur rokka“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. september 2022 17:30 Klara Elias er umsjónarkona vinnustofunnar Hafnfirskar stelpur rokka! sem fer fram í október. Vísir/Bjarni Hafnfirskar stelpur rokka! er tónlistar vinnusmiðja sem unnin er í tengslum við Appolo listahátíð í Hafnarfirði. Ungar sís og trans stelpur, trans strákar, kynsegin og intersex ungmenni á aldrinum 13-25 ára eru öll velkomin og á vinnusmiðjan sér stað yfir tvær helgar í október. Valdefling og fjölbreytileiki Vinnusmiðjan Hafnfirskar stelpur rokka! er gerð í samstarfi við samtökin Stelpur rokka! og inniheldur ýmis námskeið og fyrirlestra sem tengjast tónlistarsköpun á einhvern hátt og valdeflingu ungs tónlistarfólks. Meðal námskeiða eru ýmsar tónlistartengdar vinnusmiðjur um lagasmíðar og samstarf, námskeið í markaðssetningu fyrir tónlistarfólk sem og fyrirlestur um jafnrétti. View this post on Instagram A post shared by HAMARINN (@hamarinn.hfj) Ungt tónlistarfólk blómstrar Sérstakur umsjónarmaður þessara vinnustofa er Klara Ósk Elíasdóttir, söngkona, lagahöfundur og aðstoðarverkefnastýra Hamarsins. Blaðamaður hafði samband við Klöru og fékk að heyra nánar frá. „Ég er að skipuleggja þessar helgar af vinnusmiðjum í sameiningu við Stelpur Rokka!, Hafnarfjarðarbæ og ungmennahús bæjarins, Músik og mótor og Hamarinn. Ég hef verið verkefnastýra Skapandi sumarstarfa Hafnarfjarðarbæjar síðustu tvö ár og það er ótrúlegt hvað við eigum metnaðarfullt og frábært lista- og tónlistarfólk í bænum. Við sáum verkefnin sem tóku þátt síðustu tvö ár hljóta íslensku tónlistarverðlaunin, komast inn á kvikmyndahátíðir í New York og út um allan heim, fylgdumst með þeim öllum blómstra og slá í gegn. Ég held að það sé eiginlega önnur köllun mín í lífinu, fyrir utan að búa til mína eigin tónlist, að vinna með ungu fólki og hvetja það áfram í því sem það brennur fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) Samvinna og virðing Klara segir samvinnuna skipta miklu máli og að þátttakendur upplifi fjölbreytileikann sem tónlistin býr yfir. „Það skiptir mig máli að þátttakendur fái góða tilfinningu fyrir ýmsum hliðum tónlistarbransans. Meðal annars þess að búa til tónlist og gefa hana út en fyrst og fremst að þau upplifi mikilvægi samvinnu og virðingu í tónlistarsköpun. Við höfum fengið til liðs við okkur frábæra fyrirlesarar og mentora sem munu leiða vinnusmiðjurnar og fyrirlestrana yfir helgina.“ Jafnrétti og femínísk hugsun Ýmsar öflugar konur láta til sín taka í smiðjunni. Má þar nefna Hildi Kristínu sem mun kenna lagasmíðar, Anna Jóna Dungal kennir markaðssetningu, Auður Viðarsdóttir (Rauður) verður með raftónlistar og upptökusmiðju og Sema Erla sem mun halda fyrirlestur, ásamt fleirum. Nákvæm dagskrá verður tilkynnt þegar nær dregur. Lögð verður áhersla á að kynna gildi samstarfs þar sem jafnrétti og femínísk hugsun er höfð að leiðarljósi í gegnum tónlistarsköpun. View this post on Instagram A post shared by HAMARINN (@hamarinn.hfj) Fyrri helgin, 15. og 16. október, er ætluð yngri þátttakendum á aldrinum 13 -16 ára. Síðari helgin, 22. og 23. október, er svo fyrir eldri þátttakendur á aldrinum 16 - 25 ára. Vinnusmiðjan á sér stað frá klukkan 10:00-16:00 á laugardegi og sunnudegi og fer fram í Músik & mótor, Dalshrauni 10. Skráning fer fram hér. Tónlist Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Herdís samdi tónlistina fyrir væntanlega stórmynd í Hollywood „Þetta er eiginlega svona röð atvika sem að leiða mann á svona stað,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í viðtali við Bítið í morgun. Herdís sér um tónlistina í kvikmyndinni Knock at the Cabin sem er nýjasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis í aðalhlutverki. 26. september 2022 20:01 Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01 „Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ 26. apríl 2022 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Valdefling og fjölbreytileiki Vinnusmiðjan Hafnfirskar stelpur rokka! er gerð í samstarfi við samtökin Stelpur rokka! og inniheldur ýmis námskeið og fyrirlestra sem tengjast tónlistarsköpun á einhvern hátt og valdeflingu ungs tónlistarfólks. Meðal námskeiða eru ýmsar tónlistartengdar vinnusmiðjur um lagasmíðar og samstarf, námskeið í markaðssetningu fyrir tónlistarfólk sem og fyrirlestur um jafnrétti. View this post on Instagram A post shared by HAMARINN (@hamarinn.hfj) Ungt tónlistarfólk blómstrar Sérstakur umsjónarmaður þessara vinnustofa er Klara Ósk Elíasdóttir, söngkona, lagahöfundur og aðstoðarverkefnastýra Hamarsins. Blaðamaður hafði samband við Klöru og fékk að heyra nánar frá. „Ég er að skipuleggja þessar helgar af vinnusmiðjum í sameiningu við Stelpur Rokka!, Hafnarfjarðarbæ og ungmennahús bæjarins, Músik og mótor og Hamarinn. Ég hef verið verkefnastýra Skapandi sumarstarfa Hafnarfjarðarbæjar síðustu tvö ár og það er ótrúlegt hvað við eigum metnaðarfullt og frábært lista- og tónlistarfólk í bænum. Við sáum verkefnin sem tóku þátt síðustu tvö ár hljóta íslensku tónlistarverðlaunin, komast inn á kvikmyndahátíðir í New York og út um allan heim, fylgdumst með þeim öllum blómstra og slá í gegn. Ég held að það sé eiginlega önnur köllun mín í lífinu, fyrir utan að búa til mína eigin tónlist, að vinna með ungu fólki og hvetja það áfram í því sem það brennur fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) Samvinna og virðing Klara segir samvinnuna skipta miklu máli og að þátttakendur upplifi fjölbreytileikann sem tónlistin býr yfir. „Það skiptir mig máli að þátttakendur fái góða tilfinningu fyrir ýmsum hliðum tónlistarbransans. Meðal annars þess að búa til tónlist og gefa hana út en fyrst og fremst að þau upplifi mikilvægi samvinnu og virðingu í tónlistarsköpun. Við höfum fengið til liðs við okkur frábæra fyrirlesarar og mentora sem munu leiða vinnusmiðjurnar og fyrirlestrana yfir helgina.“ Jafnrétti og femínísk hugsun Ýmsar öflugar konur láta til sín taka í smiðjunni. Má þar nefna Hildi Kristínu sem mun kenna lagasmíðar, Anna Jóna Dungal kennir markaðssetningu, Auður Viðarsdóttir (Rauður) verður með raftónlistar og upptökusmiðju og Sema Erla sem mun halda fyrirlestur, ásamt fleirum. Nákvæm dagskrá verður tilkynnt þegar nær dregur. Lögð verður áhersla á að kynna gildi samstarfs þar sem jafnrétti og femínísk hugsun er höfð að leiðarljósi í gegnum tónlistarsköpun. View this post on Instagram A post shared by HAMARINN (@hamarinn.hfj) Fyrri helgin, 15. og 16. október, er ætluð yngri þátttakendum á aldrinum 13 -16 ára. Síðari helgin, 22. og 23. október, er svo fyrir eldri þátttakendur á aldrinum 16 - 25 ára. Vinnusmiðjan á sér stað frá klukkan 10:00-16:00 á laugardegi og sunnudegi og fer fram í Músik & mótor, Dalshrauni 10. Skráning fer fram hér.
Tónlist Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Herdís samdi tónlistina fyrir væntanlega stórmynd í Hollywood „Þetta er eiginlega svona röð atvika sem að leiða mann á svona stað,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í viðtali við Bítið í morgun. Herdís sér um tónlistina í kvikmyndinni Knock at the Cabin sem er nýjasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis í aðalhlutverki. 26. september 2022 20:01 Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01 „Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ 26. apríl 2022 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Herdís samdi tónlistina fyrir væntanlega stórmynd í Hollywood „Þetta er eiginlega svona röð atvika sem að leiða mann á svona stað,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í viðtali við Bítið í morgun. Herdís sér um tónlistina í kvikmyndinni Knock at the Cabin sem er nýjasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis í aðalhlutverki. 26. september 2022 20:01
Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. 25. september 2022 23:01
„Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ 26. apríl 2022 07:00