Heklar borðtuskur á Selfossi til að komast í Oxford-háskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2022 20:18 Valdís Jóna, 13 ára á Selfossi, sem situr við alla daga og heklar borðtuskur, sem hún selur til að fjármagna skólagjöldin við Oxford háskóla í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum. Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann. Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann.
Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira