Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 14:08 Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. – 10. bekk hvött til að semja tónlist. Elfa Lilja Gísladóttir verkefnastjóri Upptaktsins og Ása Briem í tónlistardeild Hörpu tóku við verðlaununum. Aðsent Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem haldinn er árlega í Hörpu, hlaut fyrr í vikunni alþjóðlegu verðlaunin YAMawards eða The Young Audiences Music Awards sem Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni. „YAM verðlaunin heiðra sköpunargáfu og nýsköpun í tónlistarframleiðslu ungmenna frá öllum heimshornum - frá einleikurum til hljómsveita og allt þar í milli. All bárust 70 tilnefningar frá 26 löndum og voru verðlaun veitt í sex flokkum,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Verðlaunaafhendingin fór fram í Concertgebouw tónlistarhúsinu í Brugge í Belgíu í vikunni. Elfa Lilja Gísladóttir verkefnastjóri Upptaktsins og Ása Briem í tónlistardeild Hörpu tóku við verðlaununum. Upptakturinn er haldinn á vegum Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í samstarfi við Barnamenningarhátíð Reykjavíkur, Tónlistarborgina Reykjavík, RÚV og Listaháskóla Íslands. „Að hljóta YAM verðlaunin er frábær viðurkenning fyrir okkur sem að Upptaktinum stöndum. Upptakturinn hefur vaxið og dafnað með öllu því frábæra listafólki sem að verkefninu kemur - að ég tali nú ekki um krakkana sem hafa verið dugleg að senda okkur hugmyndir sínar og treyst okkur til að koma þeim til skila á tónleikum í Hörpu. Þessi verðlaun sýna og sanna hversu dýrmætt það er að leiða saman ungmenni og starfandi listafólk og veita krökkunum brautargengi. Harpa opnar húsið upp á gátt - húsið sem við eigum saman og það er svo frábært“, segir Elfa Lilja Gísladóttir verkefnastjóri Upptaktsins. „Upptakturinn er afar mikilvægt verkefni sem Harpa er stolt að leiða. Barnamenning og tengsl barna við tónlist eru áherslumál hjá Hörpu og við myndum fagna því að fjölga samstarfsaðilum meðal sveitarfélaga með það að markmiði að tónsmíðar barna og ungmenna alls staðar af á landinu geti átt möguleika á að vera valdar inn í Upptaktinn. Verðlaun sem þessi eru þakklát viðurkenning og hvatning til þeirra fjölmörgu sem að þessu frábæra verkefni koma,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu. Upptakturinn er einnig í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands, Garðabæ, Borgarbyggð, Seltjarnarnesbæ, Kópavogsbæ og Menningarfélag Akureyrar. Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. – 10. bekk hvött til að semja tónlist og þau sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er hið nýja tónverk flutt á tónleikum og varðveitt með upptöku. Tónlist Harpa Krakkar Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
„YAM verðlaunin heiðra sköpunargáfu og nýsköpun í tónlistarframleiðslu ungmenna frá öllum heimshornum - frá einleikurum til hljómsveita og allt þar í milli. All bárust 70 tilnefningar frá 26 löndum og voru verðlaun veitt í sex flokkum,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Verðlaunaafhendingin fór fram í Concertgebouw tónlistarhúsinu í Brugge í Belgíu í vikunni. Elfa Lilja Gísladóttir verkefnastjóri Upptaktsins og Ása Briem í tónlistardeild Hörpu tóku við verðlaununum. Upptakturinn er haldinn á vegum Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í samstarfi við Barnamenningarhátíð Reykjavíkur, Tónlistarborgina Reykjavík, RÚV og Listaháskóla Íslands. „Að hljóta YAM verðlaunin er frábær viðurkenning fyrir okkur sem að Upptaktinum stöndum. Upptakturinn hefur vaxið og dafnað með öllu því frábæra listafólki sem að verkefninu kemur - að ég tali nú ekki um krakkana sem hafa verið dugleg að senda okkur hugmyndir sínar og treyst okkur til að koma þeim til skila á tónleikum í Hörpu. Þessi verðlaun sýna og sanna hversu dýrmætt það er að leiða saman ungmenni og starfandi listafólk og veita krökkunum brautargengi. Harpa opnar húsið upp á gátt - húsið sem við eigum saman og það er svo frábært“, segir Elfa Lilja Gísladóttir verkefnastjóri Upptaktsins. „Upptakturinn er afar mikilvægt verkefni sem Harpa er stolt að leiða. Barnamenning og tengsl barna við tónlist eru áherslumál hjá Hörpu og við myndum fagna því að fjölga samstarfsaðilum meðal sveitarfélaga með það að markmiði að tónsmíðar barna og ungmenna alls staðar af á landinu geti átt möguleika á að vera valdar inn í Upptaktinn. Verðlaun sem þessi eru þakklát viðurkenning og hvatning til þeirra fjölmörgu sem að þessu frábæra verkefni koma,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu. Upptakturinn er einnig í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands, Garðabæ, Borgarbyggð, Seltjarnarnesbæ, Kópavogsbæ og Menningarfélag Akureyrar. Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. – 10. bekk hvött til að semja tónlist og þau sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er hið nýja tónverk flutt á tónleikum og varðveitt með upptöku.
Tónlist Harpa Krakkar Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira