

Miðflokkurinn skilaði 15,9 milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt nýbirtum útdrætti Ríkisendurskoðunar úr ársreikningi flokksins.
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa.
Ariana Grande og James Corden settu á svið söngleik í þætti þessi síðarnefnda í vikunni og átti að túlka ástarsögu Jack og Rose úr kvikmyndinni frægu Titanic.
„Þetta er hrossagaukur og þetta er albínói,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um alhvíta fuglinn sem varð á vegi Óskars P. Friðrikssonar í Vestmannaeyjum í gærmorgun.
Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að fylgjast með hvort verið sé að brjóta lög.
Evrópurétturinn flæðir óhindraður inn árósa og upp árnar, ekkert getur hindrað hann, svo vitnað sé til frægra ummæla enska dómarans Dennings lávarðar.
Franski miðjumaðurinn Steven N´Zonzi er genginn til liðs við ítalska úrvalsdeildarliðið AS Roma frá spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla.
Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni.
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra er nú á ferð um landið til að ræða við sauðfjárbændur.
Kona á Norðurlandi hefur verið ákærð af héraðssaksóknara fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum vegna rekstrar byggingafélags á árunum 2010-2012.
Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum.
Í Sandvík á Ströndum eru merki um landnámsbæ aog sögurölt verður um svæðið á föstudag. Á laugardag verður svo fjölbreytt málþing í Hveravík um fornleifar Stranda.
Franski vefmiðillinn L'Equipe segir að Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, sé tilbúinn að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.
Heimildarmynd um fjallið Ok, sem var jökull til ársins 2014, verður frumsýnd í Reykjavík á föstudaginn. Kvikmyndagerðarmennirnir eru tveir bandarískir mannfræðiprófessorar sem hafa rannsakað hlýnun jarðar og bráðnun íss.
Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð.
Minnst 35 fórust þegar partur af brú hrundi norðvestur af ítölsku borginni Genóa í gær.
Nýr klasi fyrir fjártæknifyrirtæki hefur starfsemi í haust og gera stofnendur hans ráð fyrir tugum aðildarfyrirtækja.
Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi.
Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi.
Fabinho, nýr miðjumaður Liverpool, er ekkert að stressa sig á því þótt að hann hafi ekki komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur selt ríflega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka eftir að bankinn var skráður á hlutabréfamarkað um miðjan júnímánuð.
Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins.
Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum.
Þeir Baldur, Haukur og Eggert setjast niður vikulega og dæma hluti, sem hafa aldrei verið dæmdir, í hlaðvarpinu Dómsdagur.
Minni umsvif lífeyrissjóða er ein helsta ástæðan að baki verðlækkunum undanfarinna missera á innlendum hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri í tæp þrjú ár.
Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut í Rhapsody Investments, móðurfélagi verslunar Sports Direct í Kópavogi, fyrir 2,5 milljónir breskra punda eða sem jafngildir um 345 milljónum króna.
Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða.
Mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar verða rúmar 2,2 milljónir króna á kjörtímabilinu. Bæjarráð samþykkti ný kjör hans í gær. Minnihlutinn segir laun bæjarstjórans enn allt of há.
Oddur Eysteinn Friðriksson sýnir klippimyndir í Galleríi Fold. Öll verkin eru hringlaga.