Varnargarðar Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:45 Evrópurétturinn flæðir óhindraður inn árósa og upp árnar, ekkert getur hindrað hann, svo vitnað sé til frægra ummæla enska dómarans Dennings lávarðar. Víst er það svo að Evrópureglurnar flæða inn í EES-samninginn. Þó er sá varnargarður fyrir hendi hér á landi að reglur EES-samningsins taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið lögfestar. Með EES-samningnum er komið á fjórfrelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, för launþega, sjálfstætt starfandi og fyrirtækja og afnámi hafta á fjármagnsflutninga. Margar EES-tilskipanir og reglugerðir heimila undanþágur frá fjórfrelsinu sem eiga að varna því að opnun markaða geti skaðað innlenda hagsmuni. Hagsmunir atvinnulífsins eru því best tryggðir með því að taka slíkar gerðir sem fyrst upp í EES-samninginn og innleiða án tafar. Hér skiptir máli að frá því að gerðirnar taka gildi í ESB, og jafnvel fyrr, ættu íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar að geta haft nægan tíma til að skoða ætluð áhrif. Það má spyrja um forgangsröðun en undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld ekki náð að lögfesta tilskipanir og reglugerðir tímanlega og eru neðst á frammistöðulista ESA þó staðan hafi batnað. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar settar eru reglur sem snerta vinnumarkaðinn og setja varnargarða þar sem það má. Í lok júní samþykkti Alþingi innleiðingarlög (nr. 75/2018) vegna nýrrar tilskipunar sem hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn. Það er nýmæli. Lögin breyta m.a. lögum um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur, bæta eftirlit og koma m.a. á keðjuábyrgð í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, þ.e. ábyrgð fyrirtækja er nota sér þjónustu erlendra fyrirtækja á vangoldnum lágmarkslaunum, launaþáttum og launatengdum gjöldum. En góðri innleiðingu lýkur ekki á Alþingi. Tryggja þarf rétta beitingu EES-reglna. Hjá Þjóðskrá tíðkast að skrá einungis sem EES-launþega þá sem afla tiltekinnar lágmarksfjárhæðar launa eða ígildis hennar jafnvel þótt viðkomandi sé í hlutastarfi. Þannig geta atvinnurekendur ráðið „sjálfboðaliða“ sem jafnvel starfa á svörtum vinnumarkaði en er ekki skylt að skrá sig sem EES-launþega hjá Þjóðskrá. Vandséð er að framkvæmd Þjóðskrár standist ákvæði EES-samningsins því einstökum ríkjum er óheimilt að skilgreina einhliða hvað telst vera EES-launþegi. Hér er varnargarður á röngum stað og truflar samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópurétturinn flæðir óhindraður inn árósa og upp árnar, ekkert getur hindrað hann, svo vitnað sé til frægra ummæla enska dómarans Dennings lávarðar. Víst er það svo að Evrópureglurnar flæða inn í EES-samninginn. Þó er sá varnargarður fyrir hendi hér á landi að reglur EES-samningsins taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið lögfestar. Með EES-samningnum er komið á fjórfrelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, för launþega, sjálfstætt starfandi og fyrirtækja og afnámi hafta á fjármagnsflutninga. Margar EES-tilskipanir og reglugerðir heimila undanþágur frá fjórfrelsinu sem eiga að varna því að opnun markaða geti skaðað innlenda hagsmuni. Hagsmunir atvinnulífsins eru því best tryggðir með því að taka slíkar gerðir sem fyrst upp í EES-samninginn og innleiða án tafar. Hér skiptir máli að frá því að gerðirnar taka gildi í ESB, og jafnvel fyrr, ættu íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar að geta haft nægan tíma til að skoða ætluð áhrif. Það má spyrja um forgangsröðun en undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld ekki náð að lögfesta tilskipanir og reglugerðir tímanlega og eru neðst á frammistöðulista ESA þó staðan hafi batnað. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar settar eru reglur sem snerta vinnumarkaðinn og setja varnargarða þar sem það má. Í lok júní samþykkti Alþingi innleiðingarlög (nr. 75/2018) vegna nýrrar tilskipunar sem hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn. Það er nýmæli. Lögin breyta m.a. lögum um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur, bæta eftirlit og koma m.a. á keðjuábyrgð í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, þ.e. ábyrgð fyrirtækja er nota sér þjónustu erlendra fyrirtækja á vangoldnum lágmarkslaunum, launaþáttum og launatengdum gjöldum. En góðri innleiðingu lýkur ekki á Alþingi. Tryggja þarf rétta beitingu EES-reglna. Hjá Þjóðskrá tíðkast að skrá einungis sem EES-launþega þá sem afla tiltekinnar lágmarksfjárhæðar launa eða ígildis hennar jafnvel þótt viðkomandi sé í hlutastarfi. Þannig geta atvinnurekendur ráðið „sjálfboðaliða“ sem jafnvel starfa á svörtum vinnumarkaði en er ekki skylt að skrá sig sem EES-launþega hjá Þjóðskrá. Vandséð er að framkvæmd Þjóðskrár standist ákvæði EES-samningsins því einstökum ríkjum er óheimilt að skilgreina einhliða hvað telst vera EES-launþegi. Hér er varnargarður á röngum stað og truflar samkeppni.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun