Sækir innblástur í menningu og popplist Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. ágúst 2018 10:45 "Það er allt öðru vísi að skapa inni í hringlaga formi heldur en því ferhyrnda,“ segir Oddur Fréttablaðið/stefán Oddur Eysteinn Friðriksson, Odee, sýnir verk sín í Galleríi Fold við Rauðarárstíg, Sýningin kallast Circulum. Oddur vinnur mest með svokallaða „digital fusion“ eða „visual mashup“ list, sem hann kallar samrunalist á íslensku. „Þetta eru klippimyndir, kannski ekki ósvipað og Erró hefur gert, nema ég vinn öll mín verk stafrænt,“ segir Oddur. „Ég er hvorki að mála né teikna upp á nýtt heldur sér fólk frumgerð sem er skeytt saman við aðrar frummyndir. Þannig skapa ég listaverk mín. Ég er að leitast við að nálgast sömu áhrif og myndin átti að skapa upphaflega.“ „Ég sæki innblástur í menningu og popplist sem ég hef smitast af frá því ég man eftir, eins og kvikmyndir og tónlist, fræga einstaklinga og viðburði. Þetta er blanda af öllu þessu. Það má segja að þetta sé skipulagt kaos.“ Verkin á sýningunni eru brædd í álplötur í New York með sérstakri tækni. „Ég skapa verkin á vinnustofu minni á Eskifirði og sendi þau stafrænt til New York. Þar eru platan og blekið hitað þannig að blekið umbreytist í gas og smýgur inn í yfirborð álsins. Síðan er verkið húðað með glærri filmu sem verndar og gefur fallega áferð. Ég held að ég hafi verið með þeim fyrstu á landinu til að gera þetta í listinni,“ segir Oddur.„Ég held að ég hafi verið með þeim fyrstu á landinu til að gera þetta í listinni,“ segir Oddur. Fréttablaðið/stefánHringlaga verk Öll verkin á sýningunni í Galleríi Fold eru hringlaga. „Mér finnst alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Ef ég fæ þá hugmynd að gera eitthvað sem fáir hafa gert þá vil ég hrinda henni í framkvæmd. Ég fékk þá flugu í hausinn að gera hringlaga verk og talaði við mína aðila í New York og það var ekkert mál að gera þau þannig. Það er allt öðru vísi að skapa inni í hringlaga formi heldur en því ferhyrnda og gefur verkunum nýja vídd. Þannig hef ég fundið mér nýjan vettvang til að leika mér á. Þetta skapar mér líka ákveðna sérstöðu, það eru ekki margir að gera hringlaga verk um þessar mundir.“ Áður en Oddur hóf listferil sinn stundaði hann nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, með áherslu á markaðsfræði og stjórnun. „Viðskiptafræðin hefur nýst vel sem grunnur í listinni varðandi markaðssetningu og ýmislegt sem fylgir því að vera listamaður,“ segir hann. Verk á Michelin-stað Oddur segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur frá því hann byrjaði að sinna listinni árið 2014. „Ég hef verið að fá mjög skemmtileg verkefni. Ég hafði stundað list mína í ár þegar ég tók að mér hönnunarverkefni fyrir Íslenska dansflokkinn og í vor hannaði ég fyrir WOW Air umbúðir fyrir bjór.“ Hann hefur selt verk til Bandaríkjanna, Bretlands og Noregs og haldið tvær sýningar í Berlín. Verkin héngu uppi á Michelin-veitingastað í borginni í nokkra mánuði milli sýninga. „Þetta er mjög virðulegur veitingastaður með flottum kristalsljósakrónum. Þar héngu verk mín sem eru nútímaleg í björtum litum og með teiknimyndasögum. Þarna sköpuðust miklar og sterkar andstæður,“ segir Oddur. Sýning hans í Galleríi Fold stendur til 26. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Oddur Eysteinn Friðriksson, Odee, sýnir verk sín í Galleríi Fold við Rauðarárstíg, Sýningin kallast Circulum. Oddur vinnur mest með svokallaða „digital fusion“ eða „visual mashup“ list, sem hann kallar samrunalist á íslensku. „Þetta eru klippimyndir, kannski ekki ósvipað og Erró hefur gert, nema ég vinn öll mín verk stafrænt,“ segir Oddur. „Ég er hvorki að mála né teikna upp á nýtt heldur sér fólk frumgerð sem er skeytt saman við aðrar frummyndir. Þannig skapa ég listaverk mín. Ég er að leitast við að nálgast sömu áhrif og myndin átti að skapa upphaflega.“ „Ég sæki innblástur í menningu og popplist sem ég hef smitast af frá því ég man eftir, eins og kvikmyndir og tónlist, fræga einstaklinga og viðburði. Þetta er blanda af öllu þessu. Það má segja að þetta sé skipulagt kaos.“ Verkin á sýningunni eru brædd í álplötur í New York með sérstakri tækni. „Ég skapa verkin á vinnustofu minni á Eskifirði og sendi þau stafrænt til New York. Þar eru platan og blekið hitað þannig að blekið umbreytist í gas og smýgur inn í yfirborð álsins. Síðan er verkið húðað með glærri filmu sem verndar og gefur fallega áferð. Ég held að ég hafi verið með þeim fyrstu á landinu til að gera þetta í listinni,“ segir Oddur.„Ég held að ég hafi verið með þeim fyrstu á landinu til að gera þetta í listinni,“ segir Oddur. Fréttablaðið/stefánHringlaga verk Öll verkin á sýningunni í Galleríi Fold eru hringlaga. „Mér finnst alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Ef ég fæ þá hugmynd að gera eitthvað sem fáir hafa gert þá vil ég hrinda henni í framkvæmd. Ég fékk þá flugu í hausinn að gera hringlaga verk og talaði við mína aðila í New York og það var ekkert mál að gera þau þannig. Það er allt öðru vísi að skapa inni í hringlaga formi heldur en því ferhyrnda og gefur verkunum nýja vídd. Þannig hef ég fundið mér nýjan vettvang til að leika mér á. Þetta skapar mér líka ákveðna sérstöðu, það eru ekki margir að gera hringlaga verk um þessar mundir.“ Áður en Oddur hóf listferil sinn stundaði hann nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, með áherslu á markaðsfræði og stjórnun. „Viðskiptafræðin hefur nýst vel sem grunnur í listinni varðandi markaðssetningu og ýmislegt sem fylgir því að vera listamaður,“ segir hann. Verk á Michelin-stað Oddur segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur frá því hann byrjaði að sinna listinni árið 2014. „Ég hef verið að fá mjög skemmtileg verkefni. Ég hafði stundað list mína í ár þegar ég tók að mér hönnunarverkefni fyrir Íslenska dansflokkinn og í vor hannaði ég fyrir WOW Air umbúðir fyrir bjór.“ Hann hefur selt verk til Bandaríkjanna, Bretlands og Noregs og haldið tvær sýningar í Berlín. Verkin héngu uppi á Michelin-veitingastað í borginni í nokkra mánuði milli sýninga. „Þetta er mjög virðulegur veitingastaður með flottum kristalsljósakrónum. Þar héngu verk mín sem eru nútímaleg í björtum litum og með teiknimyndasögum. Þarna sköpuðust miklar og sterkar andstæður,“ segir Oddur. Sýning hans í Galleríi Fold stendur til 26. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira