Uppskriftir

Uppskriftir

Uppskriftir að mat úr öllum áttum.

Fréttamynd

Vatnsdeigsbollur með hindberja og lakkrísrjómafyllingu

Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa og deilir girnilegri uppskrift af vatnsdeigsbollum með hindberja- og lakkrísrjómafyllingu með lesendum Vísis.

Lífið
Fréttamynd

Ljúffengar pítsur að hætti Ebbu Guð­nýjar

Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Heitur eplahleifur á köldum þriðju­degi

Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan.

Uppskriftir
Fréttamynd

Gul súpa fyrir gula við­vörun

Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 

Uppskriftir
Fréttamynd

Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow

Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.

Matur
Fréttamynd

TikTok-takkó sem slær öllu við

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, birti uppskrift af Smashburger taco á vefsíðu sinni. Rétturinn hefur verið einn sá vinsælasti á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Silkimjúkar súpur sem veita hlýju

Kokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum á heimasíðu sinni og Instagram. Nú í janúar hefur hún deilt girnilegum súpuuppskriftum sem henta vel í matinn fyrir kalda daga sem þessa. 

Matur
Fréttamynd

Hollur bragða­refur fyrir helgina að hætti Röggu nagla

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur.

Lífið
Fréttamynd

Föstudagspítsa að hætti Karitasar Maríu

Karitas María Lárusdóttir þjálfari deildi með okkur tveimur af hennar uppáhalds föstudagspítsum. Önnur uppskriftin er eftirherma af hennar uppáhalds pítsu af matseðli veitingastaðarins Rossopomodoro.

Lífið
Fréttamynd

Góm­sætar og grænar upp­skriftir

Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Lífið
Fréttamynd

Hátíðarmaturinn sem klikkar ekki

Ali Hamborgarhryggurinn hefur verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í að verða 80 ár en Ali fagnar einmitt 80 ára afmæli á næsta ári. Mikil natni er lögð í framleiðsluna, hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðann.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Segir engin jól án sörubaksturs

Elenóra Rós Georgesdóttir bakari birti klassíska uppskrift að sörum sem hún hefur bakað á hverju ári með móður sinni frá því að hún var lítil. Hefðin hefur síðan verið hennar eftirlætis á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Kalkúnn sem er ekki hægt að klúðra

Þakkargjörðarhátíð er á morgun fimmtudag. Þessi skemmtilega ameríska hefð hefur náð fótfestu á Íslandi og sífellt fleiri íslenskar fjölskyldur og vinahópar elda kalkún í kringum hátíðina. Það eru ekki allir sem leggja í að elda heilan kalkún enda er það flóknari knúst eða eru mögulega að elda fyrir fáa - þá er tilvalið að elda Ali Sous vide kalkúnabringur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Öðru­vísi föstudagspítsa að hætti Brynju Dan

Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, deildi girnilegri pítsuuppskrift á samfélagsmiðlum á dögunum. Perur, döðlur og camembert smurostur að dansa saman - hversu spennandi?

Lífið
Fréttamynd

„Uppáhalds matur strákanna“

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir deildi uppskrift að einföldu grænmetislasagna með fylgjendum sínum á Instagram. 

Lífið
Fréttamynd

Hryllilegustu veisluborð allra tíma

Hrekkjavakan nálgast og verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður og er orðinn siður á mörgum heimilum. 

Lífið
Fréttamynd

Einfalt og hollt „Helgu hrökkkex“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri og einfaldri uppskrift afðhrökkkexi á samfélagsmiðlinum Instagram. Helgu hrökkkexið, eins og hún kallar það, aðeins níu innihaldsefni. 

Lífið
Fréttamynd

„Bara varúð, þetta er hættulega gott“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af hinu sígilda döðlugotti á samfélagsmiðli sínum. Döðlugotteríið, eins og hún kallar það, inniheldur aðeins sex innihaldsefni.

Lífið