Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. desember 2024 08:03 Anna Eiríks hvetur landsmenn til að huga að andlegri og líkamlegri heilsu í aðdraganda jólanna. „Það er mikið um kræsingar á þessum árstíma sem ég elska að gæða mér á eins og aðrir en mér finnst frábært að útbúa góðgæti í hollari kantinum á móti öllu hinu og langar mig því að deila með ykkur mínum uppáhalds,“ segir líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríks. Anna Eiríks hefur starfað sem þjálfari í um 25 ár og hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. Hún heldur úti heilsvefnum annaeiriks.is og deilir hér þremur dísætum uppskriftum sem eru í uppáhaldi á hennar heimili. „Holl óhollusta sem fær bragðlaukana til að dansa“ Kókoskúlur „Þessar kókoskúlur innihalda engan hvítan sykur og í þeim eru aðeins sex innihaldsefni. Það tekur enga stund að útbúa þær og æðislegt að eiga þær í ísskápnum, varúð þær klárast nokkuð hratt.“ Hráefni: 3 dl saxaðar döðlur lagðar í bleyti 3 dl fínir hafrar 2 msk kakó 2 msk Agave síróp 2 msk fljótandi kókosolía Kókosmjöl Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél, kúlur mótaðar og þeim velt upp úr kókosmjöli og settar í kæli. Njótið í botn! Brownie „Þið eigið ekki eftir að trúa því að þessi súkkulaðikaka innihaldi engan viðbættan sykur heldur eingöngu náttúrulega sætu. Hún er ljúffeng, inniheldur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur enga stund að útbúa.“ Hráefni: 3 þroskaðir bananar 3 msk kakó 3 góðar msk möndlusmjör 1/3 bolli Agave síróp Aðferð: Stappið bananana vel saman í skál og hrærið hinum hráefnunum saman við. Setjið bökunarpappír í lítið form og hellið blöndunni í og bakið við 180° í 20 mínútur. Berið fram með ferskum berjum, rjóma eða borðið eina og sér. Einnig er gott að kæla hana og borða þannig. Spariútgáfan er geggjuð en þá helli ég nokkrum dökkum súkkulaðibitum yfir kökuna áður en ég baka hana, mæli klárlega með að prófa það líka! Bláberjapönnukökur „Þessar pönnukökur eru mjúkar og dásamlega góðar. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni!“ Hráefni: 2 egg 1 tsk vanilludropar 1 bolli hveiti eða spelt 1 bolli fínt haframjöl 2 tsk vínsteinslyftiduft 1 1/2 bolli möndlumjólk 1 vel þroskaður banani 1 lítið box bláber Aðferð: Hrærið öllu saman í nokkuð þykkt deig, hellið um 1 bolla af bláberjum út í deigið og hrærið varlega saman við. Bakið á pönnu í þeirri stærð sem þið viljið.Njótið með berjum og smá lífrænu hlynsírópi, Akasíu hunangi eða þeyttum rjóma. Hreyfing lykillinn að vellíðan „Ég hvet ykkur til þess að hugsa vel um ykkur og hreyfa ykkur reglulega í þessum annasama mánuði því það losar um streitu og eykur líkamlega og andlega vellíðan.“ View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks) Uppskriftir Heilsa Jól Mest lesið Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Jól Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Anna Eiríks hefur starfað sem þjálfari í um 25 ár og hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. Hún heldur úti heilsvefnum annaeiriks.is og deilir hér þremur dísætum uppskriftum sem eru í uppáhaldi á hennar heimili. „Holl óhollusta sem fær bragðlaukana til að dansa“ Kókoskúlur „Þessar kókoskúlur innihalda engan hvítan sykur og í þeim eru aðeins sex innihaldsefni. Það tekur enga stund að útbúa þær og æðislegt að eiga þær í ísskápnum, varúð þær klárast nokkuð hratt.“ Hráefni: 3 dl saxaðar döðlur lagðar í bleyti 3 dl fínir hafrar 2 msk kakó 2 msk Agave síróp 2 msk fljótandi kókosolía Kókosmjöl Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél, kúlur mótaðar og þeim velt upp úr kókosmjöli og settar í kæli. Njótið í botn! Brownie „Þið eigið ekki eftir að trúa því að þessi súkkulaðikaka innihaldi engan viðbættan sykur heldur eingöngu náttúrulega sætu. Hún er ljúffeng, inniheldur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur enga stund að útbúa.“ Hráefni: 3 þroskaðir bananar 3 msk kakó 3 góðar msk möndlusmjör 1/3 bolli Agave síróp Aðferð: Stappið bananana vel saman í skál og hrærið hinum hráefnunum saman við. Setjið bökunarpappír í lítið form og hellið blöndunni í og bakið við 180° í 20 mínútur. Berið fram með ferskum berjum, rjóma eða borðið eina og sér. Einnig er gott að kæla hana og borða þannig. Spariútgáfan er geggjuð en þá helli ég nokkrum dökkum súkkulaðibitum yfir kökuna áður en ég baka hana, mæli klárlega með að prófa það líka! Bláberjapönnukökur „Þessar pönnukökur eru mjúkar og dásamlega góðar. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni!“ Hráefni: 2 egg 1 tsk vanilludropar 1 bolli hveiti eða spelt 1 bolli fínt haframjöl 2 tsk vínsteinslyftiduft 1 1/2 bolli möndlumjólk 1 vel þroskaður banani 1 lítið box bláber Aðferð: Hrærið öllu saman í nokkuð þykkt deig, hellið um 1 bolla af bláberjum út í deigið og hrærið varlega saman við. Bakið á pönnu í þeirri stærð sem þið viljið.Njótið með berjum og smá lífrænu hlynsírópi, Akasíu hunangi eða þeyttum rjóma. Hreyfing lykillinn að vellíðan „Ég hvet ykkur til þess að hugsa vel um ykkur og hreyfa ykkur reglulega í þessum annasama mánuði því það losar um streitu og eykur líkamlega og andlega vellíðan.“ View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks)
Uppskriftir Heilsa Jól Mest lesið Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Jól Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira