Haukar svara ÍBV fullum hálsi Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna. Handbolti 10. nóvember 2023 22:30
„Fráleitt að halda því fram“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr Íslandsmótinu líkt og þjálfari liðsins sagði í fyrrakvöld. Erfitt sé að finna jafnvægi þegar fresta á leikjum. Handbolti 10. nóvember 2023 08:00
Framarar stungu nýliðana af í síðari hálfleik Fram vann nokkuð öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti nýliða ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 23-31. Handbolti 9. nóvember 2023 21:35
Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. Sport 8. nóvember 2023 23:55
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. Handbolti 8. nóvember 2023 21:56
Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. Handbolti 6. nóvember 2023 13:01
Sunna sá um norðankonur og ÍR sótti sigur að Varmá Áttundu umferð Olís deildar kvenna lauk með tveimur leikjum í dag. ÍR sótti sigur gegn botnliði Aftureldingar og ÍBV vann öruggan sigur á Þór/KA. Handbolti 4. nóvember 2023 15:49
Toppliðið marði Stjörnuna í spennutrylli Topplið Hauka tók á móti Stjörnunni sem sat aðeins stigi frá botninum í Olís-deild kvenna í kvöld. Vegna stöðu liðanna í deildinni mátti búast við öruggum sigri Hauka en annað kom á daginn, lokatölur 25-24. Handbolti 2. nóvember 2023 22:31
Umfjöllun og viðtal: Fram - Valur 21-26 | Valur hafði betur í Úlfarsárdalnum Valur vann fimm marka sigur gegn Fram. Leikurinn var í járnum alveg þar til um miðjan síðari hálfleik. Fram skoraði aðeins eitt mark á síðustu tólf mínútunum og Valur vann að lokum nokkuð öruggan sigur 21-26. Handbolti 2. nóvember 2023 21:25
„Vorum orðnar bensínlausar síðustu tíu mínúturnar“ Fram tapaði gegn Val 21-25. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar svekktur með síðustu tólf mínúturnar þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark. Sport 2. nóvember 2023 21:17
Íslandsmeistarar Vals lögðu botnlið Aftureldingar Íslandsmeistarar Vals lögðu Aftureldingu, botnlið Olís-deildar kvenna, í eina leik kvöldsins. Lokatölur í Mosfellsbæ 23-29. Handbolti 30. október 2023 22:31
Fyrsti sigur Stjörnunnar kom gegn ÍBV | KA/Þór lagði Fram Stjarnan vann fjögurra marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-22. KA/Þór vann þá eins marks sigur á Fram, lokatölur í Grafarholti 21-22. Handbolti 28. október 2023 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 34-25 | Toppliðið fór létt með ÍR Topplið Hauka fór létt með ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur á Ásvöllum voru 34-25. Handbolti 28. október 2023 17:33
Framkonur í verkfalli í kvöld og leik þeirra frestað Kvennalið Fram í handbolta vildi taka þátt í Kvennaverkfallinu í dag eins og flestar konur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands varð við beiðni þeirra. Handbolti 24. október 2023 08:00
KA-Þór með yfirburðasigur á Aftureldingu KA/Þór nældi í sinn fyrsta sigur í Olís-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann afgerandi sigur á Aftureldingunni á Akureyri, lokatölur 26-16. Handbolti 21. október 2023 19:19
Haukar unnu dramatískan sigur í toppslagnum Boðið var upp á mikla dramatík á lokamínútum leiks Hauka og Vals í Olís-deild kvenna í dag. Sigurmarkið kom úr víti en Valskonur klikkuðu svo úr tveimur vítum í kjölfarið. Handbolti 21. október 2023 18:39
Fram lokaði leiknum og jafnaði ÍBV að stigum Tveimur leikjum var að ljúka í Olís deild kvenna. Góðir endasprettir einkenndu sigrana þegar ÍR vann 28-23 gegn Stjörnunni og ÍBV tapaði 20-23 gegn Fram. Handbolti 21. október 2023 15:39
Valskonur áfram með fullt hús stiga og ÍBV vann í Breiðholti Íslandsmeistarar Vals eru áfram með fullt hús stiga í Olís deild kvenna í handbolta. Valskonur unnu öruggan tólf marka sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur í Garðabæ 18-30. Þá vann ÍBV þriggja marka sigur á ÍR í Breiðholti, 27-30. Handbolti 5. október 2023 22:06
Gott gengi Hauka heldur áfram Haukar hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið vann góðan sex marka sigur á KA/Þór í kvöld, lokatölur 26-20. Handbolti 5. október 2023 19:30
Öruggur sigur Fram í grannaslagnum Fram sótti Aftureldingu heim í kvöld í Olís-deild kvenna. Gestirnir úr Úlfarsárdalnum unnu öruggan sigur og náðu þar með í þriðja sigur sinn á tímabilinu. Handbolti 4. október 2023 21:46
Jafntefli í botnslag KA/Þórs og Stjörnunnar KA/Þór og Stjarnan þurfa að bíða áfram eftir sínum fyrsta sigri í Olís-deild kvenna í handbolta en botnliðið skildu jöfn í kvöld, 24-24. Handbolti 29. september 2023 19:56
Þórey Anna með sjö mörk í öruggum sigri Vals Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í miklum vandræðum gegn nýliðum ÍR í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur 30-20, Íslandsmeisturunum í vil. Handbolti 27. september 2023 21:27
Anna Úrsúla aftur heim í Gróttu Handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók aftur fram skóna í haust og hefur verið að spila með Valskonum í Olís deild kvenna í handbolta á þessu tímabili. Hún er líka komin á nýjan stað utan handboltavallarins. Handbolti 27. september 2023 09:30
ÍBV ekki í vandræðum með Aftureldingu ÍBV vann átta marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur í Vestmannaeyjum 32-24. Handbolti 25. september 2023 20:46
Stjarnan og KA/Þór enn stigalaus á botni Olís-deildarinnar Fram og ÍR unnu sigra í leikjum dagsins í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Nýliðar ÍR náðu í sinn annan sigur á tímabilinu. Handbolti 23. september 2023 18:01
Afturelding á toppinn, jafntefli hjá HK og KA, Haukar vinna Aftureldingu Í Olís deild karla kreisti Afturelding fram tveggja marka sigur á Fram á lokamínútum leiksins og HK gerði æsispennandi jafntefli við KA þar sem lokamark leiksins var skorað eftir að venjulegum leiktíma lauk. Þrátt fyrir frábæra markvörslu unnu Haukar 25-22 Aftureldingu gegn í Olís deildar kvenna Handbolti 21. september 2023 22:04
Umfjöllun og viðtal: Valur - ÍBV 23-21 | Valur eina ósigraða lið deildarinnar Valur vann tveggja marka sigur á ÍBV í stórleik þriðju umferðar Olís-deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Valskonur náðu að sigla þessu heim á endanum og sigruðu 23-21. Handbolti 19. september 2023 22:20
Búsett í Danmörku en flýgur heim í leiki með Aftureldingu Handknattleikskonan Sylvía Björt Blöndal hefur farið vel af stað með Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta og skorað 14 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hún er hins vegar búsett í Danmörku og þarf því að fljúga til Íslands til að spila leiki liðsins. Handbolti 18. september 2023 13:02
Afturelding vann Stjörnuna með minnsta mun Afturelding vann Stjörnuna með eins marks mun í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 29-28. Handbolti 16. september 2023 18:35
Öruggir sigrar hjá Fram og ÍBV Fram og ÍBV unnu örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fram vann sjö marka sigur gegn nýliðum ÍR og ÍBV lagði Hauka með átta marka mun. Handbolti 16. september 2023 15:38