Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 09:02 Anton Rúnarsson er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda eftir að hafa verið lykilleikmaður hjá Val og svo aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðustu tvær leiktíðir. vísir/Sigurjón „Þetta verður ekki auðvelt,“ segir Anton Rúnarsson sem í sumar verður nýr þjálfari hins sigursæla kvennaliðs Vals í handbolta. Þetta verður fyrsta starf Antons sem aðalþjálfari. Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti